23 október 2006

Sveitasæla



Jæja við erum búnar að fara uppí sveit og eiga þar yndislega daga. Fórum að heimsækja ömmu og afa Sólu. Við fórum svo með ömmu í bíltúr og fórum á stóran búgarð sem ræktar grasker, maís og korn. Á búgarðinum voru líka dýr. Einn mánuð á ári eru þau með opið fyrir gesti og gangandi og getur maður þá rölt um keypt grasker, klappað dýrunum og allt það. Þetta var voða gaman. Við sáum risastóran hest (belgískan) og svo pínkulitla hesta líka og voru þeir varla stærri en sóla. Þetta fólk kann sko að selja. maður borgaði aðgangseyri, svo var hægt að kaupa grasker og ýmsar vörur sem þau voru búin að vinna. Þau voru með sjoppu og búin að útbúa lítið stúdíó þar sem þú gast látið taka myndir af þér í graskerja og laufblaða dóti einhverju, þ.e. bakgrunnurinn var þannig. Þú sast sem sagt innan um laufblöð (rauð) og graskerin mismunandi stór í kringum þig. Svo þar sem geitur og kindur voru var svona nammisjálfsali með fræi í og þar þurftirðu að borga ef þig langaði nú að gefa rollugreijunum eitthvað.
Æ nenni ekki að skrifa meira í bili skrifa kannski meira þegar kvölda tekur hjá mér eða á morgun
Ætla að hringja í mömmu

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sælar!
Alltaf jafn gaman hjá þér dúlla.
Hér er líka alveg prýðilegt. Ingibjörg er komin tilbaka úr fríinu,við erum núna að fá þó nokkrar fyrirspurnir eftir atvinnu,þannig að þetta fer allt að verða gott. En það voru reyndar 5 veikar í dag en það er svo sem ekkert nýtt við munum nú þegar það hafa verið 9 nöfn á töflunni góðu úffff. Hér er mest talað um hvalveiðar en það er búið að veiða 2 langreiður af 9 stykki,æji ég veit ekki hvað mér finnst um þetta það er allavega allt að verða vitlaust út af þessu, nem a fjölmiðlar blási þetta svona út. En þú fylgist að sjálfsögðu með öllu þessu á netinu ha ha...
Hafðu það gott elskan.
kv Þóra Jóna

hannaberglind sagði...

vá ég hefði viljað fara á hestbak á þessum fola, stóð þér það ekki til boða?
Gaman að sjá hvað þú ljómar og greinilega hefur það gott þarna úti í henni ameríku:)
kossar og knús úr keilusíðunni

Nafnlaus sagði...

Jæja, loksins mátti ég vera að því að fá þessi-föng þín, hjá mömmu þinni. En ég þekki þig nú það vel að ég veit að það er nóg líf í kringum þig hvar sem þú annars ert! Ég hef alltof mikið að gera eins og þú kannski veist og Íslendinga er siður(kannast kannski eitthvað við conseptið?). Er alein heima í viku. Stebbi á flakki um norðurlöndin og Jóhanna í Danaveldi hjá Bergþóru. Ég kenni á daginn og heila á kvöldin, borða svolítið og sef. Haustið á enda og bráðum koma jólin!!! svona flýgur lífið hjá..ég horfi á það utanfrá..og sakna þín.

Nafnlaus sagði...

Halló halló sæta:-)
Alltaf jafngaman að lesa bloggið þitt,langar bara út í sólina líka! Svaka stuð í saumó hjá Siggu, fullt slúðrað en vil nú ekki opinbera það hér hehe, sendi þér frekar póst en samt Unnur er ólétt komin 4 mán á leið minnir mig, gaman gaman:-)
Haltu áfram að vera svona mikið yndi:-)
bk úr Hafnó

Nafnlaus sagði...

VÁ !!!
Ertu viss um að þetta hafi verið hestur??? Mér fannst hann frekar líkari risaeðlu þannig séð; hefði hreinlega getað gleypt ykkur Sólu í einum munnbita!