27 október 2006

Nyja myndavelin



Er búin að fá nýju myndavélina. Voða voða gaman. Ég er búin að taka aðeins á hana og ákvað að setja fyrstu myndina hér inn. Sóla var svo sæt þar sem hún svaf í aftursætinu með skemmtilega birtu á sér. Þið eigið svo eftir að sjá fullt af myndum, vonandi góðum á næstu dögum og mánuðum

Knús og góða nótt
Harpa sem er á leið í draumalandið

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott að þú ert komin með vél. Þín gamla hefur ekki haft mikið að gera hér á skrifborðinu! Í síðustu viku var vinavika hjá kennaraliðinu í B:nesi. Ég var svona að reyna að röfla yfir því allan tímann-ömurlegt að vera skikkaður til að vara góður!!! Vinslit voru svo í gærkvöldi, fjúkk.
Gott að sjá að þú færð tækifæri til að læra svona mikið hjá henni Helgu. Það er svo mikilvægt að læra og læra meira, meir í dag,,,
Hafðu það gott, og elsk frá mér!!

Guðbjörg Harpa sagði...

Hæ frænka mín:-) takk fyrir kveðjuna. Já það er hundfúlt að þurfa að vera góður! Já ég læri ýmislegt hér og er sko á fullu að reyna að slappa af og vera í íhugun og innri vinnu en það er bara eitthvað svo erfitt.
Kv
Harpa