19 október 2006

Sol og bliða

Er ekki lífið undarlegt hér sit ég (ö ekki núna því nú er klukkan20.35) í sólinni í Kaliforníu á meðan vinir mínir og elskur eru hinum megin á hnettinum að skjálfa sér til hita því að fyrstu mínus tölurnar eru byrjaðar að sjást á mælinum. Ég veit að minnsta kosti um tvær manneskjur sem kíkja kvölds og morgna á úti mælinn til þess að sjá hversu mikill hiti var að degi til og að nóttu til. Hversu mikill hitamunur er á einum sólarhring o.s.frv.
Dagurinn í dag var góður ég var með Sólu í dag en hún er búin að vera pínu lasin. Ég fór með hana í langa gönguferð ( jájá ég veit, fór þótt að hún væri lasin) enda var geggjuð mikil sól í dag. Hún sofnaði svo á leiðinni heim þannig að ég fór bara og vippaði mér úr fötunum og fór í sólbað í garðinum okkar. Kræst það var enginn smá hiti og þegar Helga og Lexi komu heim voru þær í sjokki yfir því hvað ég var orðin brún. Var nú bara samt úti í c.a 2 tíma. Já svona er lífið melló hjá mér. (enda pínu skrítið)
Á morgun er ég að fara með Helgu í myndatöku í San Francisco þar er hún að fara að taka myndir af arkitektúr. Sem sagt mynda eldhús og tvö baðherbergi skilst mér. Hún hefur unnið fyrir þennan arkitektúr áður og við eigum fleiri verkefni í vændum hjá sama aðila.
Við erum á fullu að vinna í stúdíóinu, þá meina ég að koma alskyns dóti þar fyrir og í gær vorum við að festa upp myndir, hillu og segultöflu. Svo festum við líka upp mynd hjá mér.
í kvöld erum við að fara að setja hjól undir borð í stúdíóinu þannig að við getum rennt því út þegar verið er að taka myndir sem þurfa mikið pláss. En að jafnaði verður þetta vinnuborð þarna inni. Ég er aðeins búin að vera að vinna í myndum fyrir mikey og hún er himin lifandi yfir myndasíðunni sem ég er búin að útbúa fyrir hana.

jæja núna ætla ég að fara að horfa á einhverja þætti í sjónvarpinu sem ég kem til með að horfa á aftur eftir ár heima á frónni. Eða kannski nýti ég tíman í eitthvað annað þá.

Hey já og svo er myndavélin mín einhversstaðar á leiðinni frá NY
knús og kossar frá mér

HARPA

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég ætla að hætta að lesa bloggið þitt ef þú heldur áfram að skrifa um sól og hita.

Og hana nú!

Kibba kibb

Nafnlaus sagði...

Jamm og jæja það er alltaf sama blíðan....
en njóttu þess að liggja í sólbaði og slappa af það er nú eitthvað nýtt fyrir þer :)

hannaberglind sagði...

það er náttúrulega bara snilld að búa við þessar aðstæður, njóttu mín kæra
kossar og knús úr keilusíðunni