04 október 2006

A ER (braðamottökuna)



Laugardagur 30.sept

Jæja ég fór á bráðamóttökuna í dag. Lexi á hund sem er orðin gamall og slappur. Hann er á lyfjum vegna krankleika. Hún var að gefa honum töflu og setti töfluna í brauð. Lucy (hundurinn) fann fyrir töflunni (beit hana örugglega í tvennt) og spýtti brauðinu út úr sér. Sóla var fljót að taka brauðið og stinga því uppí sig. Lexi sá það og var jafnfljót að skófla því út úr henni aftur en það var bara hálf pilla í brauðinu. Hafði hundurinn étið hinn helminginn eða barnið???? Lexi hringdi í ofboði í eiturefnadeildina sem sagði henni að fara strax niður á bráðamóttöku og þau myndu hringja á undan okkur. Við drifum okku í bílinn og brunuðum af stað. Þar beið fullt af fólki en okkur var hleypt inn strax, læknirinn spurði Lexi spjörunum úr og Sóla var hlustuð og mæld á alla kanta. Það var ákveðið að setja hana í herbergi og þar biðum við í pínu stund sem að vísu virtist heil eilífð. Svo kom hjúkkan með kol (man ekki hvað það heitir á íslensku) en þetta sogar í sig eiturefnin þannig að þau verða ekki skaðleg heldur bara fara beint út með öðrum úrgangi. ó mæ god þetta var ekki skemmtileg lífsreynsla. Við þurftum að halda sólu á meðan verið var að sprauta efninu uppí hana. Hún átti að fá fimm stórar sprautur. Sóla argaði eins og ljón og Lexi var í sjokki og gráti næst. Þegar við vorum búnar með 2 og hálfa sprautu kom læknirinn. Herra hrikalega myndalegur! Hann talaði við Lexi og ákveðið var að gefa Sólu ekki meira af vökvanum ógeðslega. Því að það var pottþétt að hún hefði bara fengið hálfa hundapillu ef að hún hefði fengið eitthvað af henni þar að segja. Aumingja litla snúllan skildi ekkert í þessum pintingum, var öll svört í framan og var með ekka í langan tíma á eftir. Hjúkrunarkonan fór fram, kom svo aftur eftir 15 mín og sóla þóttist ekki sjá hana. Læknirninn sagði að við þyrftum að bíða í 1tíma og þá yrði gert lokatjékk á sólu. Mínúturnar voru ótrúlega lengi að líða en loks kom herra myndarlegur og útskrifaði hana. Jamm þetta er fyrsta og vonandi síðasta reynsla mín af ER. Tja nema náttúrulega að ég hitti lækninn á næsta bar hehe

3 ummæli:

Ágústa sagði...

Úff það var gott að ekki fór verr.

Nafnlaus sagði...

Kannski að börnin okkar séu eitthvað skyld. Lói fór á bráðamóttökuna einu sinni eftir að hafa fengið sér slatta "nail polish remover" að drekka.

Kv.

Kiðlingur

Nafnlaus sagði...

Kannski að börnin okkar séu eitthvað skyld. Lói fór á bráðamóttökuna einu sinni eftir að hafa fengið sér slatta "nail polish remover" að drekka.

Kv.

Kiðlingur