KRÆST VITIÐI HVAÐ????
Við lágum hér í makindum okkar allar þrjár konurnar á heimilinu á miðvikudagskvöldi þegar það var alveg þrumað á hurðina hjá okkur. Það var bara bankað eins og lögreglan væri komin í fýkniefnagreni (ö ekki að ég sé of þar heldur svona eins og sést í bíóinu) sem sagt alveg hamrað á hurðina. Ég hugsaði æ fokk maður nú er einhver kominn útaf bílnum sem ég lagði í vitlaust stæði þegar ég kom úr búðinni áðan. Hinar tvær hugsuðu líka um bíla eða að um ribbalda væri að ræða. Helga (matsjóinn á heimilinu) fór til dyra kíkti út leit svo á mig, opnaði hurðina og sagði svo ÉG TRÚI ÞESSU EKKI ÞIÐ ERUÐ ÓTRÚLEG. HUMM, einhver frá ÍSLANDI????? SVO VAR ÖSKRAÐ OG HLEGIÐ OG TALAÐ OG ÖSKRAÐ MEIRA OG HLEGIÐ MEIRA. Vitiði bara hvað Jón Ingi og Valborg komu frá Íslandi í óvænta heimsókn. Ótrúlega skemmtilegt þau eru bara yndisleg og vitiði meira að segja hvað! Jón hafði fengið vin sinn sem er flugmaður til að taka sig með til USA og Valborg hélt að hún væri bara að skutla honum á flugvöllinn en þegar þau komu á völlin þá var Valborgu réttur flugmiði, búið að redda öllu fyrir hana, vinnunni, skólanum og barnapössun. Búið að pakka litlu sem engu niður fyrir hana því hún átti að kaupa sér fullt af fötum, sem hún og gerði. Já þau komu og versluðu skemmtu okkur og við þeim pínu. Fóru með okkur í ferðir t.d. til Napa að smakka vín og til San Fran í dag til að skoða hitt og þetta. Fórum á Golden Gate brúnna og keyrðum hér og þar um borgina. Ég fer að verða fær í að skipuleggja ferðirnar þegar þið farið að koma til mín elskurnar mínar! Svo fóru þessar elskur áðan og ég bara fór að gráta þegar ég var búin að kveðja og ég held að Lexi ætli að skrifa í dagbókina sína... Harpa fór AFTUR að væla í dag hehe
Því að í gær
Fórum við að versla, þau JI og V keyptu FULLLT en ég nokkrar jólagjafir ha já jólagjafir! (verið að nýta ferðina með V og Jóni)
Sem sagt við vorum úti í stúdíói (þau sváfu þar) Jón sofandi, Valborg að máta og pakka og ég að pakka inn jólagjöfum. Ég hljóp inn í hús og náði í skæri. Kom út aftur, ætlaði að fara að pakka gjöfum, heyrði þrusk úti hélt áfram að bauka eitthvað, æ og svona eftir 10 mín þá vantaði mig eitthvað inn og hljóp þangað, sá að hurðin var opin (hafði greinilega lokað henni illa áðan) shitt sá svo að það var ekki alveg lokað inn í garðinn. Fór inn athugaði hvort Lucy (hundurinn á heimilinu) væri inni. EN NEI auðvitað hafði þruskið áðan verið þegar Lucy fór út úr garðinum. Ég hljóp út á götu sá hana ekki þar, kallaði á Valborgu, þú verður að finna hundin með mér. Við sáum hana ekki, þannig að ég fór inn vakti Lexi og við fórum að leita. Ég sem sagt hljóp hér um allt hverfi í náttbuxum og peysu (brjóstahaldaralaus) og kallaði á Lucy, blístraði og bað til Guðs að það væri nú ekki búin að keyra yfir hundspottið. Við leituðum og leituðum og loks kom Helga út og leitaði líka. Þær sögðu að hún (þ.e. hundurinn) færi oftast ekki langt og að sjálfsögðu fann Helga hana fjórum görðum hér frá. Hundurinn er náttúrulega orðinn 105 ára og fer nú ekki hratt yfir og var að dúllast hjá nágrannanum. Kræst hvað ég var ánægð þegar hann fannst. Ætlaði sko ekki að hafa það á samviskunni að eitthvað kæmi fyrir hundinn. Ég held að ég hafi fengið pínu sjokk því þegar hann var kominn inn og ég var að biðja Lexi afsökunar á að hafa ekki passað að loka betur fór ég að hágrenja og ég meina HÁGRENJA. Var svo uppveðruð þannig að þegar ég var búin að pakka jólagjöfunum og gera það sem ég þurfti að gera fannst mér ég ekkert þreytt, lagðist í rúmið og var nánast sofnuð á augabragði og byrjaði að dreyma eitthvað rugl.
Ha ha það er nefnilega pínu fyndið að um daginn þá spurði Helga mig hvort að mig dreymdi mikið og ég sagði nei og ef að mig dreymdi eitthvað þá myndi ég það aldrei. Mig er búið að dreyma stanslaust síðan alskonar kjaftæði. Í nótt var ég til dæmis í íbúð þar sem vinur minn var með frystiskáp, frystiskápurinn var að vísu eins og stórt herbergi og það var svo mikill ísing þar að vinur minn var að höggva ísinn með ísexi hehe.
Jæja er ekki komið nóg í bili!!
kv Harpa dauðþreytt eftir góða heimsókn
4 ummæli:
Halló snúllan mín
Gott að þú ert komin aftur með tölvu og getur sagt okkur fréttir af þér...
Þau eru frábær að koma ykkur svona á óvart og gott hjá þeim.
Ert þú þá ekki búin að kaupa þér fullt af flottum hlutum eftir allar þessar ferðir ;)
Knús knús er að semja bréf handa þér hehe og hafðu það gott
hæ sæta mín
já fjölskyldur eru frábært fyrirbæri, gaman að fá svona óvæntar heimsóknir.
Þú farin að rúnta um og kannast við þig í hverfinu, finnst þér það ekki notaleg tilfinning?
og svona í lokin ... maður má skæla:)
Sælar!
Æji hvað þetta er æðislegt var þetta Jón bróðir þinn, svona er ég vel að mér ha ha.En býr hann ekki í Danmörku?
Höggva ís með ísexi já... Hmm. ég held að þú saknir kuldans hér heima og þráir að komast heim í frostið, rokið og kuldann. hehe
Vá bara heil hjörð að ættingujum þarna úti. Bið að heilsa öllum.
Kveðja,
Kibba kibb
Skrifa ummæli