06 október 2006

Gyðingamessa

Gleymdi að segja ykkur frá því að á mánudaginn var heilagur dagur hjá Gyðingum. Við fórum því til San fransisco í messu (eða þannig) fyrst fórum við í barnamessu þar sem mikið var sungið og hlegið og haft gaman og Sóla fílaði sig í tætlur því hún er mjög mikið fyrir að vera með fólki. Svo fórum við í fullorðinsmessu og það var mjög spes. Nokkrir kallar/konur með ræður og mikill söngur og tónað. Það var mikið talað á Hebresku og var það skemmtileg upplifun. Svo var gengið með torah (sem er heilagt,það allra heilagasta) um salinn og fólk kyssti trefla (eða þannig) sem það var með um hálsinn og setti á torah og kyssti svo aftur. Já þetta var bara skemmtilegt. Svo fórum við Helga niður í bæ því að ég þarf nú að vita hvar allar aðalbúðirnar eru þegar þið farið að koma hér í hrönnum til að versla. hehe

Ekki meira í bili
Harpa g....

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að frétta að þú hafir loksins komist út þarna komminn þinn;)hehehe have fun honey:)

Nafnlaus sagði...

Indjánar og gyðingar... þú ert alltaf að gera eitthvað svo spennandi og ég reyni að hringja í þig enn fæ bara samband vi einhverja leiðinlega konu sem talar útlensku og segir að ég hringi ekki í rétt númer...tár og miklu fleiri tár..
Enn snúllan mín viltu senda mér númerin þín aftur því ég verð að fara að heyra röddina þina..
Annars allt gott að frétta en hlakka til að heyra í þér..
Knús og koss frá Króknum

Nafnlaus sagði...

Elsku systir ég vona að þú sért búinn að finna The North Face Outlettbúðir fyrir mig þegar ég lokksins kem í heimsókn. Bið að heilsa. aaaaaaaa ég allt í einu mundi að ég hafði lánað þér ásinn minn ( Eos 1v) en er ekki að finn hann hjá mér, ertu kannski enn með hann í láni??? kanski í Borgarnesi í kössum??? kv jis

Nafnlaus sagði...

Hvernig er það ertu búinn að fjárfesta í nýrrimyndavél??