17 október 2006

nyjar myndir og misskilningurinn um JON BROÐUR!!!

Gott fólk það eru komnar fullt af myndum á nýju myndasíðuna. Þið getið klikkað á linkinn hérna við hliðina af þið viljið fara beint á síðuna. Það er ekki hægt að kommenta á myndirnar nema að maður sé með myndasíðu sjálfur en það væri gaman ef að þið mynduð bara skrifa um myndirnar hér í kommentin!
Þessi helgi var alveg geggjuð og maður er bara hálf eftir sig eða þannig. Um næstu helgi förum við í heimsókn uppí sveit til föður ömmu og afa Sólu og það verður vonandi skemmtilegt. Hér er farið að hausta og mörg tré farin að roðna. Mikið finnst mér það fallegt þegar rauði liturinn byrtist í trjánum.

Jæja hér verð ég að útskýra pínu
Jón bróðir er í raun ekki jón bróðir heldur Jón Ingi frændi. EN við erum svona næstum því hálfsystkyni ÞVÍ að feður okkar eru tvíburar eineggja (þó að amma segi annað) þeir eru því með nákvæmlega sömu genin eins og margir hafa séð og það gerir okkur Jón bara rosalega mikið lík og skyld og þess vegna kallar hann mig alltaf tvíburasystur sína og ég hann tvíburabróður minn en það eru bara nokkrir dagar á milli afmæla okkar. Hann er í janúar 72 og ég í febrúar sama ár. Jamm við erum sko að verða 35 dííí

Knúsí músí

Harpa

Engin ummæli: