Fékk svo frábærann brandara í pósti!
Stelpa spyr kærastann sinn um að koma heim til sín á föstudagskveldi og borða með foreldrum sínum. Þar sem þetta er nokkuð stór viðburður, þá tilkynnti stelpan kærastanum sínum að eftir matinn myndi hún vilja fara út og hafa samfarir í fyrsta sinn.
Jæja, strákurinn er himinlifandi, en hann hafði aldrei áður haft samfarir, svo hann gerir sér ferð til lyfjafræðings til að ná sér um nokkra smokka.
Hann segir lyfjafræðingnum að þetta sé hans fyrsta skipti og lyfjafræðingurinn tekur sér klukkutíma í að fræða strákinn um allt sem hann veit um smokka og samfarir.Þegar kemur að því að panta, þá spyr lyfjafræðingurinn strákinn að því hversu marga smokka hann myndi vilja kaupa: 3 í pakka, 10 í pakka eða fjölskyldupakka. Strákurinn vildi gjarnan kaupa fjölskyldupakka því hann taldi að hann yrði frekar upptekinn, þetta væri fyrsta skiptið hans, o.s.frv.
Um kvöldið mætir strákurinn heima hjá foreldrum stelpunnar og kærastan tekur á móti honum. ,,Vá, ég er svo spennt fyrir því að þú hittir foreldra mína, komdu inn!". Strákurinn gengur inn og er vísað til borðs þar sem foreldrar stelpunnar eru sest niður. Strákurinn býðst skyndilega til að fara með borðbæn og hneigir höfuðið.
Mínútu seinna er strákurinn enn við bæn með höfuðið hneigt niður.
10 mínútur líða og ennþá örlar ekki á hreyfingu frá stráknum.
Eftir 20 mínútur hallar stelpan sér að kærastanum sínum, sem enn virtist í
djúpri bæn, og hvíslar að honum ,,Ekki vissi ég að þú værir trúaður!"
Strákurinn snýr sér við og hvíslar til baka: , Ekki vissi ég að pabbi
þinn væri lyfjafræðingur!!!"
HHAHAAHAHHAHAHA
KNÚS HARPA
01 nóvember 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
hahahahaa já þessi er góður, auminginn, veit ekki en þetta minnir mig á stelpu sem kannski er ég. Þegar hún sá tengdamóður sína í fyrst sinn eða öllu heldur þegar tengdamamman sá hana í fyrsta sinn, stúlkan var gríðartimbruð, sat í rúminu sínu með bala í kjöltunni, maskara niður á kinnar og frekar lágt á henni risið þegar hurðin opnaðist og tengdamamman mætt á svæðið til að leita að frumburðinum. Sem var þá í búð að kaupa jógúrt handa sinni heitelskuðu. Gleymi aldrei hvað tengdó var yndisleg þegar hún kom aftur með bunka af rauðum ástarsögum og öðru lesbæru rusli til að auðvelda framtíðartengdadótturinni lasleikann.
já þessi er náttúrulega bara snilld, hló mig í hel hehehehe
hef því miður ekki tengdaforeldra reynslu að deila með þér eins og Brynja, en hennar saga er reyndar helv... góð, first impresion, það er málið!!! hehehe
Já það er nú gott að til eru svona góðar konur, þetta rifjaði upp fyrir mér þegar ég var 17 ára og fór heim með kærastanum af balli. Drakk kannski ,,pínu" of mikið því í stuttu máli sagt þá var ég háttuð ofan í rúmið af móður hans (greinilegt að ekki hafði kærastinn áhuga á mér í því ástandi sem ég var hehehe)og ég var auðvitað eins og aumingi daginn eftir. Þessa minningu um yndislega konu geymi ég alltaf og þakka alltaf fyrir það hvernig hún tók á þessum aðstæðum. En hins vegar er ég hrædd um að ég komi ekki til með að bregðast eins við ef, og sjálfsagt þegar, :( ég stend ég þessum sömu sporum, - hef einhvern veginn ekki þá trú að ungar stúlkur muni síðar minnast mín vegna blíðlegra móttaka á svona stundu !!!!
Skrifa ummæli