14 nóvember 2006

Litið að fretta



Þetta er niðri í bæ í Oakland og svo er San Francisco í baksýn. Mér finnst bara svo flott, þegar það er bjart og svona hnoðraský að ég varð að sýna ykkur þessa mynd.

Já var að passa Sascha í dag.
Vann myndir í ps fyrir Helgu í kvöld
Dreymdi barn af Geislabaugi í nótt. Voða skrítið, lítill gutti sem ég var með á Geislabaugi kom í draum hjá mér í nótt. Kom hlaupandi til mín og kastaði sér í fangið á mér og fullt af fólki stóð brosandi hjá. Veit ekkert hvað það táknar og af hverju hann kom allt í einu. Þóra Jóna ef þú er að lesa þetta þá var þetta HÞ. Humm svo man ég ekki meir af draumnum. Haldiði ekki að jógagúrúið sé búin að kaupa sér buxur og við Helga (sem sagt Helga en ekki ég hehe) erum að fara að taka myndir af henni á föstudaginn. Með nýju myndavélinni minni.Ætlum að reyna að fatta hvernig á að taka beint á tölvuna hennar Helgu. Þá sem sagt tengjum við myndvélina og tölvuna saman og tökum myndir þannig. Sniðug ha!

Jæja best að fara snemma að sofa því ég er með Sólu á morgun. Hér fara allir snemma að sofa sko, tja nema stundum þegar við frænkurnar erum eitthvað að bauka, sem er svona annan hvern dag.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er ekkert smá flott mynd ;)
Tilvslin á póstkort....

hannaberglind sagði...

þú værir ekki í vandræðum með að taka frábærar póstkorta myndir í snjónum hérna á akureyri, hmmm ... ég ætti auðvita að skella mér út og taka nokkrar snjóamyndir svo þú getir notið þessa undurs með mér

Nafnlaus sagði...

Flott mynd...

Nafnlaus sagði...

Flott mynd :)

Nafnlaus sagði...

Ég er nú ekkert hissa að þig dreymi hann. Hann átti stórt hjarta í þér og öfugt. Hitti hann um daginn það gengur frábærlega.
Vissir þú að Alma fékk neitun í þessu blessaða sendiráði af sömu ástæðu og þú.
Hún ætlar gefa skít í USA og fara til Ásrtalíu.
Þarf nú að fara að skrifa þér privat bréf krúsa. Sakna þín mjög hér í vinnunni.
Segi eins og hinir flott mynd!!
Kram sú sem geislar ha ha...

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir póstkortið ;)
núna er snjór logn og frost og gaman að vera inni og huga að undirbúningi fyrir jólin ;) Er að hlusta á jólalög hehe
knús knús

Nafnlaus sagði...

Í draumráðningabókinni minni segir að geislabaugur yfir barni standi fyrir óvæntum veikindum eða slysi barnsins.

:o(

Kiðlingur

Guðbjörg Harpa sagði...

Sem betur fer var ekki baugurinn yfir barninu hann var bara í leikskóla sem hét geislabaugur!