09 nóvember 2006

nudd og snudd

Er búin að vera að finna eitthvað til í öxlunum og vinkona Helgu sem er nuddari ætlar að koma hingað á eftir og nudda mig. Það er náttúrulega þvílíkt dýrt en ég ætla að prófa í eitt skipti. Nenni ekki að vera hjá henni ef að hún verður eins og Saddi sadisti sem ég var hjá þarna einu sinni. Ætlaði að fara að synda en þá er náttúrulega sundlaugin opin á fáránlegum tíma, því að þetta er sundlaug sem fylgir háskóla.
Við Helga áttum að fara að taka myndir af jógakonu á morgun EN það finnast ekki réttu buxurnar fyrir myndatökuna þannig að við verðum að bíða þar til jógagúrúið er búin að kaupa buxur.
VIð erum að fara í mat til Jessýar æskuvinkonu Lexiar og sonar hennar sem heitir Will. Hún er spænskukennari gift trommara í einhverri hljómsveit og hún ákvað það þegar Will fæddist að hún myndi tala við hann spænsku og Billy maðurinn hennar ensku. Þannig að barnið sem á tvo bandaríska foreldra er í raun tvítyngdur. Legg nú ekki meira á ykkur :-)

Ég fór á kaffihús í dag, skrifaði utan á nokkur umslög (já jólin eru að koma) og svo fer ég að skrifa í kortin líka. Guð hvað það er gaman að jólin séu að koma. En fyrst er náttúrulega þakkargjörðin hjá okkur og það verður gaman að upplifa það.

Ég veit ekki hvert planið er fyrir helgina en ég er að hugsa um að fara til SF og skoða mig eitthvað um.

Á morgun fer ég með Helgu til Mikkyar og vinna eitthvað og í leiðinni ætla ég að koma við í jurtaapóteki og kaupa TITRÝ olíu eins og Björk gaf mér. Hún er allra meina bót og á vonandi að geta unnið bug á þessari hálsbólgu eða bólgna kirtli sem ég er með, eins gott að ég fái nú ekki streptakokka hér. en já piri piri olían eins og ég kalla hana er GÓÐ.

Hey gaman að þú Björk sért búin að kaupa handa mér jólapakka því ég er nefnilega búin að kaupa handa þér eitt sem ég veit að þú verður alveg geggjað ánægð með híhí.
Hey sá hvítan kertastjakastein í búð í gær minnir að það hafir verið selanít (ohhh man það ekki) rosa fallegur í raun eins og salt er það ekki rosa fínt og hollt! var að spá í að kaupa mér svoleiðis!

takk fyrir öll kommentin

knús og hafið það gott

Harpa

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HÆ pæ!
Loksins loksins get ég farið að kommenta....það var sett upp svo fínt vírusforrit hjá mér að ég gat bara eiginlega ekkert gert á netinu!!!
Það er greinilega nóg að gera hjá þér :o) Gaman að lesa hvað allt gengur vel og þú ánægð. Hér er sko búið að vera brjálað rok og rigning í nótt.......alveg ógeðslegt veður:o(
Er farin að bíða eftir jólasnjónum ....hér er komið jóladót í allar búðir og mér skilst að það eigi að skreyta Hyrnutorgið í dag......sem sagt allir að komast í jólagírinn hér á klakanum, kannski full snemmt en só!!
Knús og kossar frá öllum á Böðvó :o)

Nafnlaus sagði...

Hæ elskan, gengur ekkert að læra þetta HJALP

Nafnlaus sagði...

Vá ég held að ég sé snilli,jæja elskan allt flott héðan var að koma heim frá ST,John rosa gaman.Værir þú til að tékka fyrir stóra frænda (Ragga) hvað Canon eos eða svipuð vél og þú áttir kostar, hann getur ekki fyrirgefið þér að selja honum hana ekki,hann spyr hvað var Harpa að hugsa???Svavar hress og stelpurnar líka, sendi þér fjjótlega myndir. Farðu inn á mína síðu þaðan inna Binnu vinkonu www.123/noja og sjáðu st.john myndir...sakna þín en veit að þú ert að gera góða hluti.
kveð að sinni KV STINA

Nafnlaus sagði...

Já, sko þig! Búin að læra eitthvað af frænku þinni. Selenít er rosalega fínn steinn sem mér finnst tengjast hjartanu og Kristi. Ég er búin að vera alveg á spóli að reyna að bjarga húsi á Hólmavík sem á að fara að rífa en er ótrúlega merkilegt byggingarlega séð. Er ljótt núna. Kíktu á Strandir.is-spjalltorgið-niðurrif gamla barnaskólans við kópnesbraut. Þá sérðu þetta vesen á mér undanfarið- og Stebba. Já, jólin-jólin allsstaðar. Elska bílinn minn jólin og...og..þiiig!!!

Nafnlaus sagði...

Hæ sæta,
Búin að skipta um blogg-server í smá tíma. Gafst upp á hinum, amk í bili.
www.123.is/kidlingur

Ágústa sagði...

Ég er komin í þvílíka jólafílinginn- klikkað að gera í vinnunni alla daga... sem er bara skemmtilegt :) Ég veit að þú hefur það ljómandi dúllan mín og tíminn er fljótur að líða, þú verður komin heim áður en við vitum af (og kannski bara í fjörið til mín *blikk, blikk*).
Stórt MÚSS
Gústa grín ;)

brynjalilla sagði...

voðalega finnst mér "titrýolía" hljóma skemmtilega dónalega hehee. Vonandi batnar þér meinsemdin. Knús frá Örebro.

hannaberglind sagði...

hæ elsku snúlli dúllan mín
voða mikið vesen á tölvunni get ekki bloggað og ekki commentað :(
en gott að heyra hvað þú hefur það gott sæta mín, þarf að fara að drífa mig í að hringja í þig þarf að fara að heyra í þér röddina
allt á kafi í snjó hérna þessa dagana það hlaut að koma að þvi!!!

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ hvaða voða leti er þetta hjá þér EKKERT BLOGG (skil ekki) ...
Hobb hobb og blogga svo.
kv Stína