20 nóvember 2006

Sjaram og indianar


Hæ hó einu sinni enn.
Helgin búin að vera viðburðarrík. Fór í afmælispartý, morgunverð og á listasafn.
Fór með Lexi á stórt listasafn í San Francisco á laugardaginn og það var mjög fínt 4 hæða safn og ýmsar sýningar í gangi. Mér fannst að sjálfsögðu 3 hæðin skemmtilegust en þar voru ýmsar ljósmyndasýningar bæði nýjar og gamlar myndir. Nú svo var Mikel jakson og apinn, gul lituð stytta þarna á safninu. Svo fórum við í bíltúr og keyrðum uppá Tvin peaks það er hóll hér í borginni þar sem sést yfir allt í góðu veðri. og þar sem veðrið var gott þennan dag tók ég nokkrar myndir. Hey var ég búin að segja ykkur af honum Sjaram???? Krúttið mitt! Hey hitti hann fyrir nokkru síðan og féll kylliflöt fyrir honum og HANN fyrir mér að sjálfsögðu. Hann er frá Trinidad (sem ég hef ekki hugmynd hvar er!!!) Verð að fara að skoða landakortið! og er bara algjört æði. Hann skilur ekkert svakalega mikið í ensku en okkur kemur vel saman. Ég er nánast búin að hitta hann á hverjum degi frá því að ég hitti hann og hann kom með okkur til SF. Ætla að gá hvort að ég finni myndina af okkur :) FINNST YKKUR HANN EKKI ÆÐI????

HEY ER BÚIN AÐ KENNA SÓLU AÐ SEGJA HARPA! (borið fram HABPA) og það er svooo gaman þegar hún er að kalla á mig híhí. Hún kann sem sagt núna mamma, bolti (á ensku) jæja, og bææææ og svo HARPA!
Á fimmtudaginn er Þakkargjörðardagurinn og þá verður hér veisla, á föstudaginn er svo almennur frídagur og þá ætla ég væntanlega að fara að taka myndir af indíánum sem verða að mótmæla fyrir framan verslunarmiðstöð/götu sem byggjð er á fornum grafreitum indíána. Það er ein vinkona Helgu sem er búin að bjóða mér að koma og taka myndir en hún er indíáni. Þetta er spennandi og ég vona að þau verði í búningum.
Við Helga fórum á föstudaginn að taka myndir. Ekki af jógakonunni eins og ég hélt heldur af einu eldhúsi, þremur baðherbergjum og einu herbergi. Það mætti halda að fólk hér í bandaríkjunum verði voða oft brátt í brók því að t.d. í þessu húsi voru 3 baðherbergi á sömu hæðinni. Þetta er náttúrulega bara bilun! Hey við tókum á nýju myndavélina mína og beint inn á tölvuna hennar Helgu. Þvílikur munur fyrir hana að geta bara séð myndina strax á stórum skjá, þvílík tækni segi ég nú bara. Fór í Pumabúðina á laugardaginn og keypti peysu sem ég sá fyrir mánuði síðan og langaði svo í. Hún er rústrauð, þykk með hettu, keypti líka bol í sama lit.
Mamma hringdi í mig í dag og mikið var gott að heyra í henni, talaði stutt því síminn minn dó, er ekkert að hlaða hann á hverjum degi því að ég nota hann nánast ALDREY en mér var nær. Hún var að baka mömmukökur sem ég hlakka svooo til að fá sendar.
Æ var að fá bréf frá Kristiönnu og það er ekki víst að hún komi um jólin því hún er í basli með vegabréfið sitt en ég VOOOONA að hún komi til mín buhuuuu. það væri nú gaman. Annars kemur hún bara í janúar :)
Fór með Helgu í dag að prenta myndir hjá vinkonu hennar sem er listmálari, ohhhh hún Laura Parker gerir svo geðveikt flottar myndir, hún málar ávexti og svoleiðis með kol og einhverjum litum held það sé misjafnt hvort það séu akril eða eitthvað annað.
Jæja dúllurnar mínar skrifa meira síðar. Látið nú ljós ykkar skína hér á síðunni minni.
Hey ÞJ endilega skrifa mér bréf, já við deildum hjörtum ég og HÞ og það eru allir hér miður sín yfir því hvað bandaríkjamenn eru orðnir klikkaðir þarna í sambandi við vegabréfsáritanir.
Takk fyrir hrósið með myndina, ég er bara ánægð með hana.
Hey ÞÓRA JÓNA ER EKKI KOMINN TÍMI TIL AÐ YFIRFARA STARFSMANNAMYNDIRNAR????? Ég er enn á mynd hjá þér og nokkrir aðrir sem ég held að séu hættir sko!!!
Hanna Berglind þú verður að vera dugleg að taka snjóamyndir ég næ þeim örugglega ekki fyrr en ég fer til NY um jólin.

jólin jólin jólin koma brátt,

Harpa í skýjunum

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ jú hann er voða sætur......
hvað seguru ertu að fara til NY um jólin ??? Hef ekkert vitað um það.
Já hér er fullt af snjó ekki alverg fyrir mig (hálka) uppi á fjöllum, annars gengur mér bara vel, kveðja frá Ragga frænda..
Segðu mér er eithvað milli þín og gæans hahahahah
Kveðja Stína

Nafnlaus sagði...

Sjaram er loðinn og brosmildur, sem sagt maður að mínu skapi. ;o)

Ok, ef þið talið ekki ensku hvaða "tungumál" þá...thíhíhí. LOL

Gaman að heyra þig káta, knús og klemm frá Kiðlingi

Nafnlaus sagði...

Það er þá hans vegna að ég sé þig aldrei á mns ;)
Enn glænýr og þinn húmor????
En ég elnti á hausnum í helv..hálkunni og er nu með glíoðurauga á báðum þannig að ekki vona eftir snjó í NY en ég vissi ekki að þú værir að fara þangað. Skrifa um það takk :)
En knús knús og haltu áfram að skrifa ég er svo óþolinmóð að vita hvað þú ert að gera í útlandinu.

Nafnlaus sagði...

Hallú!
Heyrðu ertu búin að sjá lógóið okkar á heimasíðunni.
Ég er ný búin að uppfæra myndir. En ég veit að deildirnar eru allar í lamasessi það þarf að kenna deildarstjórunum á þetta.Svo er alltaf brjálað að gera.
Knús ÞJJ

Nafnlaus sagði...

jú vá voða sætur og mikill hjónasvipur!!!! ;) En hvernig er þetta er bara alltaf sól hjá ykkur? það er bara KALLT hérna og svo um daginn kom eitthvað hvítt hoppandi ofan af himninum og gerði skabla í garðinn minn og litla jólatréð mitt er á kafi!!!!En það er nú sem betur fer ekki mikið af snjó en HELV.. kalltttt...
TIL hamingju með nýju PUMA peysuna þína ( held ekki vatni yfir þessum blessuðu PUMA fötum!!!)
JÁ og til hamingju með myndavélina líka ....
Annars bara hafðu það gottast og bestast og það er alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt (kíki á hverjum degi ;)

knús úr borgarnesinu

Nafnlaus sagði...

bara að kvítta og láta vita af mér.. farðu vel með þig gullið.
kiss kiss og knús.

brynjalilla sagði...

Hann er fallega lodinn...híhí hafdu thad gott skotta, kvedja úr thokunni í örebro