Elskurnar mínar veit ekki alveg með mig þessa daga. nenni bara ekki að blogga. Fékk skemmtilegt og óvænt bréf frá Erlu Hrönn minni í Danmörku en við vorum saman í Háskólanum á Akureyri. Við bjuggum saman þar og erum þar að auki frænkur. EN þrátt fyrir allt þetta þá höfum við ekki heyrst í svooo langan tíma og það var svo gaman að heyra í henni, orðin gift kona með tvær dætur vá heppin hún :-)
Þóra Jóna var eitthvað að skora á mig að skrifa um tilfinningar og eitthvað! Hefur nú einhver áhuga á því???
Mestu tilfinningarmálin eru að sakna fjölskyldu og vina. Að vera einhversstaðar þar sem maður heyrir í gsm símanum sínum hringja og hann er ekki einu sinni í sambandi. Þar sem maður getur ekki heimsótt neinn og hringt í neinn og sagt Hæ hvað ertu að gera! viltu koma í bíó? Æ hefur einhver áhuga á því?
En hey Björk og Ása við Helga erum líka farnar að hlakka rosalega mikið til jólanna og ætlum að skreyta um leið og Þakkargjörðin er búin, það er svoooo gaman en pæliði í því að það er sko bara kominn miður nóvember (tja svona næstum því)
ÉG GLEYMDI AÐ SEGJA TIL HAMINGJU MEÐ 4 ÁRA AFMÆLIÐ DANIEL!!! Hann átti afmæli 6. nóv.
Er að fara að sofa en lofa að blogga nú eitthvað skemmtilegt og setja inn myndir mjööööög fljótlega
knús í krús
Harpa sem situr við opin arineld
09 nóvember 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Tilfinningar rokka!
Skoðaðu:
http://www.foh4you.com/mem/library/default.asp?TopicId=327&CategoryId=0&ArticleId=18
Lööööv,
Kiðlingur
Skrifa ummæli