13 nóvember 2006

Regnhlifardagur!

Já það er aldeilis búið að rigna hér í alla nótt og allan dag og nú er komin nótt aftur og enn rignir hann. Ég er hress og kát þrátt fyrir rigninguna, fór með Helgu til Mikeyar í dag og var að vinna hjá henni. Hún er nú alveg ótrúleg kella. Er um sjötugt borðar örugglega meira af vítamínum en mat og er mikill sérvitringur. Maður þarf að kappklæða sig þegar maður fer þar inn því það er svo kallt hjá henni. Í dag var ég í langermapeysu,stuttermabol, þykkri peysu og með ponsjó og trefil en var ekkert of heitt.
Hey já hálsinn er enn eitthvað skrítinn en títrí olían hefur góð áhrif, að vísu á maður að skrifa þetta sko Tea tree olía en hverjum er ekki sama, hljómar bara svo vel hinsegin. Nuddið var frábært sem ég fékk en það svo sem breytti ekki miklu er bara áfram með pínu vöðvabólgu. Hvað haldiði að við Helga höfum verið að gera í kvöld??? Hlusta á jólalög og pakka inn nokkrum jólapökkum. Tí hí gaman já við erum sko að spá í að setja upp jólaseríur í vikunni. Ætlum að setja upp í garðinum en ekki kveikja á þeim fyrr en daginn eftir Þakkargjörðardaginn. Æ það er bara svo gaman að vera að dúllast þetta. Ég er að passa Sascha á morgun en hef ekki verið að passa hann undanfarna þriðjudaga eins og ég ætlaði. Það er bara fínt því í staðin höfum við Helga og Sóla verið að bralla eitthvað. Kristíanna vinkona mín er vonandi að koma til mín í byrjun des :-) hún er á fullu að skoða flugmiða og ég VONA að hún finni eitthvað gott. Ég er búin að setja heimilisfangið mitt og símanúmer hér efst á síðuna þannig að þið getið farið að senda mér handskrifað bréf heheh. Sá sem verður fyrstur til að senda mér handskrifað bréf fær óvæntan glaðning í pósti ;-)
Hringdi í Munda það var gott að heyra í honum brósa sínum
Hey Ása það var æði að heyra í þér, Kristín og mamma og pabbi og Kristíanna og allir þið sem eruð búnir að kommenta hjá mér takk takk takk gaman að fá bréf símtöl og komment :-)
knús og góða nótt eða þannig híhí

Hey það eru komnar nýjar myndir á myndasíðurnar

3 ummæli:

hannaberglind sagði...

hæ sæta mín
það er líka úrkoma hérna á klakanum, en þó formi snjókomu, hérna er búið að snjóa í ja... hvað á þriðja sólarhring, svo hérna er allt orðið stórkostlega hvítt og yndislegt, það hefur sem sagt ekki ennþá skollið á stórhríð hérna á Akureyri!!
Bestu kveðjur í rigningunna úr snjókomunni

Nafnlaus sagði...

Já þettta með snjóinn...ég er ekki svona ánægð með snjóinn. Það væri í lagi að hafa snjó ef það væri þá logn og pínu frost. En ekki rok, hrið og leiðinlegan blautan snjó. Hér er búið að vera hríð og daginn eftir rigning en um kvöldið frost þetta er skemmtilegt og segi bara OJBARA....
En þar sem styttist óðum í jólin þá fer maður að hlusta á jólalög og þá gleymist þetta leiðinlega veður sem hefur tekið festu í firðinum fagra ;/
Ein sem er orðin leið á veðrinu hér...

Nafnlaus sagði...

Enginn snjór í Reykjavík...
Það er enginn smá kraftur í ykkur frænkum,jólapakkar og jólalög,,,
hvað með að setja kanilstangir og negulnagla í pott smá jólaþef, það má líka setja smá börk af mandarínu...kveðja Stína glerfína