25 nóvember 2006
Bioferð
Fór í bíó með Lexi á miðvikudaginn, fórum í gamalt og fallegt bíóhús sáum myndina (man ekki hvað hún heytir núna) sem var alveg hrikalega góð. Þegar við vorum komnar í röðina til að kaupa miða sá ég strák sem kíkti á mig og svo á Lexi og svo aftur á mig. (ég hélt náttúrulega að hann væri geðveikt skotin í mér hehehe) EN NEI hann var þarna með kærustunni sinni. OG allt í einu sagði hann við okkur : ég ætla að borga miðana ykkar! Ha sögðum við og héldum að hann væri fullur. En nei hann var ekki fullur, sagði að það hefði maður setið á næsta borði við þau og reykt þegar þau fóru út að borða í gær, þau hefðu fært sig um borð og þegar þau voru búin að borða sagðist maðurinn ætla að borga máltíðina þeirra, sem hann og gerði. Þau vildu sem sagt koma þessu áfram og gera eitthvert góðverk fyrir einhvern annan. Þannig að nú er ég komin í Láttu það ganga keðju og verð að finna eitthvað sniðugt til að gera fyrir einhvern annan. Finnst ykkur það ekki Krúttað??? Alltaf gaman að koma einhverjum á óvart, það gleður og gefur lífinu lit.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Vá þetta er rosalega sniðugt. Mamma þín var hjá mér um daginn og er orðin svaka skvísa. OOO eg var á jólahlaðborði með vinnunni það var rosa gaman en nú man ég afhverju eg er hætt að detta svona í það BARA verkjtöflur og hausverkur.Nú væri gott að hafa eina Hörpu nammi og góða konumynd hey talandi um það ég kvartað yfir sófanum og fæ nýjan þannig að þú getur leigið eins og þú vill ef þú kemur til mín.Jæja verð að skríða í rúmmið hafðu það rosalega gott love Nanna
Ótrúlega skemmtilegur leikur :)
Var að kíkja á myndirnar þínar - æðislegar myndirnar af Sólu að róla.
*Piparkökuknús*
Gústa ljós
Rosa sniðugt:-) Flottar myndirnar þínar Harpa mín!
Saumó á sunnudaginn vildi að þú kæmist:-)
kv úr Kuldanum
Sólveig
Skrifa ummæli