25 nóvember 2006

Þakkargjörðardagurinn hinn fyrsti


Þakkargjörðardagurinn er mikilvægur í augum Bandaríkjamanna. Eiginlega haldin hátiðlegri en jólin, því að sá dagur tilheyrir engri ákveðinni trú. Við keyptum kalkún sem var jafnþungur Sólu.
Við skrúbbuðum húsið hátt og lágt og ég fór með Sólu á leikvöllinn þannig að þær Helga og Lexi gætu klárað að skúra og undirbúa kalkúninn sem var jafn þungur Sólu. Gestirnir komu um fjögur leitið og það var glatt á hjalla fram eftir kvöldi. Allir gestir komu með eitthvað matarkynns og smakkaðist þetta allt mjög vel. Fyrir matinn bað Lexi alla að segja nokkur orð um það sem þeir væru þakklátir fyrir. Þetta ætti maður kannski að hafa oftar í huga. Hvað er maður þakklátur fyrir í lífinu og er maður yfirleitt að þakka fyrir það sem maður hefur! Hugsum við bara að þetta sé allt sjálfsagt? Ég er nú samt alltaf þannig á svona hátíðlegum stundum að mig langar helst að fara að grenja (langar það kannski ekki en það gerist bara),allt er svo hátíðlegt og dramatískt. Billý maðurinn hennar Jessíar vinkonu Lexiar þakkaði til dæmis fyrir að vera á lífi eiga yndislega fjölskyldu og vini og ... en hann er búin að berjast við krabbamein. En ég slapp við það að fara að væla í þetta skiptið.
Dagurinn var nánast í alla staði frábær, tja fyrir utan einn 3ára snáða sem var í partíinu. Hann er algjör skæruliði. Æ maður náttúrulega á ekki að tala svona en sumir eru bara ekki eins frábærir og aðrir. Ég þoli ekki þegar foreldrar eru algjörlega lokaðir fyrir því sem börnin þeirra eru að gera. Þeir bara sjá ekki neitt því þeir eru að tala svo mikið eða eitthvað. Hann skellti hurðunum svo að ég hélt að þær myndu detta af hjörunum. Hann sat og pumpaði úr kremtúpu þegar ég kom inn í herbergið hennar Sólu, mamman stóð hjá og talaði við einhvern. Ég tók túpuna og sagði æ æ krem á gólfinu og fór að þrífa það upp. En nei hún var ekkert að spá í því og þegar ég sagði henni að hann hefði verið að pumpa úr túpunni þá sagi hún bara: já hann tók hana þarna og ekkert meir. Ég semsagt setti túpuna á sinn stað og þreif gólfið og annað barn sem hann hafði sprautað á. AAARRRRG já foreldrar og foreldrar! Svo eru náttúrlega til foreldrar sem vilja hafa allt fullkomið og gera mann brjálaðann með sumu sem þeir segja en hei nenni ekki að tala meir um foreldra. En ég verð kannski einhverntíma foreldri og þá geri ég ykkur öll sjálfsagt brjáluð hehe. knús til allra sem eru foreldra og hinna sem verða einhverntíma foreldrar og já líka til hinna sem bara alls ekkert langar til að verða foreldrar.
Harpa

Engin ummæli: