Jæja þá er maður orðinn einn í kotinu, svona næstum því fyrir utan köttinn Leroy og vinkonu Lexiar sem heitir Jenifer og ætlar víst að fá að gista hér. Lexi, Helga og Sóla fóru til, æ man ekkert hvert þær fóru, en þær fóru á ráðstefnu þar sem verið er að sýna myndina hennar Lexiar, Girltrouble. Þær koma heim aftur á sunnudaginn.
Dagurinn í dag var þannig að ég fór með þær pæjur á flugvöllin í SanFran. Þaðan fór ég með filmu í framköllun fyrir Helgu. Þaðan fór ég í RISA búð sem heitir Target. Þar er hægt að fá allt milli himins og jarðar og ég var þar í tvo tíma að skoða og versla. Og haldiði ekki bara að ég hafi keypt alveg heilan helling. Fyrsta skipti sem ég versla eitthvað að viti. Keypti jólakort, pínu jólaskraut, jóla merkimiða, myndaalbúm, dvd myndir, jóla geisladisk, verkjatöflur, sokka og svona dót til að gera skrap book. Já já alskonar dótarý. Voða voða gaman.
Það var Halloween(hrekkjavaka) hér í fyrradag og það var ágætt Sóla var í drekabúningi og var ferlega sæt. VIð fullorðnu kellingarnar vorum ekki í búningi. Ég og Helga fórum með Sólu hjá einhverjum skóla þar sem vinkona þeirra kennir og þar voru allir krakkarnir klæddir í búninga. Fórum í smá skrúðgöngu með þeim og allir voru að dást að litla drekanum okkar. Margir voru að taka myndir af henni.
Mig langaði að fara í Castro þar sem að skrúðgangan er að kvöldi til í SF en sem betur fer fórum við ekki þangað því að það voru átta manneskjur skotnar þar um kvöldið. Ekki veit ég hvort að það hafi verið skothríð eða skotið hér og þar en mér er svo sem sama um það ekki alveg það sem ég var að sækjast eftir. Gott að ég var bara heima.
Set myndir af þessu hér á morgun.
knús Harpa
02 nóvember 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli