02 nóvember 2006

Fjöldamorð

Ojjjjjjjj
Þegar ég kom heim áðan úr búðinni labbaði inn í eldhús þá sá ég 1000000000000000000 maura við eldhúsvaskinn. Nú er búið að rigna í sólarhring og þá sækja maurarnir inn. EN ÉG ER BARA ALLS EKKERT SÁTT VIÐ ÞAÐ. Með tuskuna að vopni, vatn og sápu framdi ég sem sagt hriðjuverk í mauraríkinu. Drap og drap og er ekkert betri en aðrir morðóðir andskotar. En því miður þá sé ég bara fleiri og fleiri maura og finnst alltaf eins og einhver sé að skríða á mér. Þetta er eins og þegar blessuð lúsin kemur upp í skólanum sem maður er að vinna í þá fer manni alltaf að klæja í hausnum og út um allt.
Hey Rugreb ætli það sé ekki best að sleppa jólagjöfinni í ár því að sendingarkostnaðurinn færi upp fyrir budgetið ekki satt?

Púki, Amma gella og Ása takk fyrir að hringja það er svo gott að heyra í rödd frá Íslandi

Mamma og Pabbi ætla að hringja í dag(morun hjá mér) föstudag til ykkar. Hlakka til að heyra í ykkur

Jæja ætla að horfa pínu á sjónvarpið
knús í krús

Harpa besta

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jæja, bara orðin hryðjuverkamaður í útlöndunum. Það verður kannski erfitt fyrir þig að fá áritun í mauraríkið á himnum, ha. En, já þetta með lúsina er alltaf eins, mann klæjar í margar vikur!!!
Ég sko keypti fyrstu jólagjöfina í ár, handa þér, í síðustu viku.
Er önnum kafinn kennari og vinn mikið utan þess líka í heiluninni. Vonandi hættir að rigna fljótlega svo innrásinni ljúki og maurarnir geti farið út að leika aftur.

hannaberglind sagði...

Ég hef alltaf vitað að þú ættir þetta í þér :) heheh já eða þannig, er þetta ekki bara spurning um að geta varið sig, maður má ekki láta yfir sig ganga, go Harpa!!!
Er stödd í Hafnafiriði þessa stundina er nefnilega að fara á trúanðarmanna námskeið á mán. gaman að þurfa suður á námskeið :)
hafðu það sem best með maurunum í rigningunni
hugs and kisses
hbj

Nafnlaus sagði...

Harpa mín, maður kaupir svona mauraduft og setur á þar sem þeir kom inn. Þá hætta þeir við að koma inn og fara eitthvað annað. Það þýðir lítið að drepa þá, það koma bara aðrir í staðinn.

Ps. Áttu ekki að koma drekamyndir inn??

Kv.

Kiðlingur

Nafnlaus sagði...

Hæ skvís!
Hvað er brjálað að gera hjá þér ekkert bloggað þessa dagana.
Hvað segir þú annars hvernig finnst þér þarna í Ameríku og ertu að fíla þetta? Mér finnst ég ekki alveg átta mig á því þegar ég les bloggið. Það eru svo margir að spyrja mig þú veist starfsfólk og foreldrar.
Skora á þig að blogga um þínar tilfinningar til landans ofl.
Var hugsað til þín þegar ég sá myndina Borat með Ali G hann var að fara til kaliforniu að ná í Pamelu Andersson. Snilldarmynd þú verður að sjá hana..
Knús..

Nafnlaus sagði...

hehe þú með þína maura... en þú verður allavega ekki einmanna á meðan... Skapti sagði þetta við Sillu þegar Berglind fékk lúsina ;)
en ég ætla að senda þer annan disk, hinn hlýtur að hafa týnst fyrst hann er ekki komin..
Knús knús

Nafnlaus sagði...

Heyrðu, þeir hafa greinilega fundið þetta á sér þarna í sendiráðinu hér heima, ekki aldeilis ætlað að hleypa svona svæsnum hryðjuverkamanni inn í landið hehehe. Er samt ekki pínu skrítið að vera umkringd svona útlenskum skordýrum, ekki bara þessir litlu sætu ísl. járnsmiðir og einstaka kjútí kónguló? Ég meina maurar? Ég sé bara fyrir mér Tomma og Jenna þáttinn í denn þegar allir maurarnir fóru í herleiðangur og stálu öllu nestinu úr gardenpartýinu!!! Man meira að segja lagið sem var spilað undir - verst að ég get ekki sungið það hérna hehhee.Eða nei; kannski bara eins gott að það er ekki hægt c".)

En endilega stattu þig í baráttunni og ég hlakka til að lesa næsta pistil.

Nafnlaus sagði...

HEYRÐU JÁ, gleymdi náttúrlega að hrósa þér fyrir myndirnar, var að fatta að ég hafði ekki skoðað síðurnar þínar í einhvern tíma og dreif því auðvitað í því.
Bara skemmtilegar og flottar myndir.
Hrós, hrós, hrós...