17 júlí 2007

Skritið skap



Jæja þá eru fimmtán dagar þar til ég kem til Íslands :)
Eins og ég hlakka mikið til þá er greinilega einhver kvíði í mér líka. Veit ekki hvers vegna
Kannski vegna þess :
að ég gæti lent í einhverju veseni á flugvellinum
að ég kvíði því að segja bless við Sólu mína sem kemur á hverjum morgni út til mín, bankar og kallar Happa mín góan dæinn.
Þessi stelpa á svo stóran hluta í hjarta mínu og mun ævinlega eiga hluta í mér og ég vonandi í henni.
að ég er að fara úr góða veðrinu
að hér hef ég alltaf einhvern til að koma heim til
að allt verður eins og var þegar ég kem heim
að ég náði ekki markmiðum mínum hér
að ég upplifði margt svo gott hér sem ég hefði ekki gert ef ég hefði sleppt þessu frábæra tækifæri
að hér er mexikanskur matur svo rosalega góður
að ég er með svo mikið dót sem ég verð að koma með heim
vegna þess að ég er á blæðingarrugli
... já hver veit
En skap mitt er sem sagt búið að vera upp og niður. Var að tala við Hönnu um daginn og hún sagði ég get ekki beðið eftir Versló, að hitta þig og ég fór að skæla. Ég hlakka svo til að hitta ykkur fólkið mitt ég er búin að sakna ykkar svo mikið.
Stundum er ég búin að vera svo þung að ég nenni ekki neinu og svo allt í einu breytist það og ég verð offvirk.
En já held ég þurfi að fara að tala við lækninn minn þegar ég kem heim, eða að fara til Bjarkar minnar til að koma öllu af stað og í rétt horf í skrokknum :)

EN ÉG HLAKKA SVO TIL AÐ KOMA HEIM OG:

faðma elsku pabba minn og mömmu líka þó að hún hafi nú fengið auka faðmlag um daginn :)
fara og hitta ömmu og gefa henni knús og vonandi vera pínu fyrir vestan
hitta Munda, Daniel og Alice sem koma viku á eftir mér, vá Daniel búinn að stækka og þroskast mikið síðan ég sá hann síðast
hitta vini mína, fá faðmlag og hlátur
djamma með ÁSU OG HÖNNU OG STEVE um versló
og hitta ættingjana
byrja að vinna
flytja í íbúðina
hjóla um alla Reykjavík, hahaha nei hlakka ekki til þess ætli ég kaupi ekki bíl mjög fljótt haha
fara í sund
fara í heilun
tala og tala og tala við vini mína þar með talið ættingjavini mína :)

jæja ekki meira í bili um þetta en á morgun býst ég við að skap mitt verði frábært því Ása og Erla eru að koma :)


tætæ
Harpa

Engin ummæli: