jæja ok mín bara komin með langar neglur í fyrsta skipti :)
Já já ég fór í dag og lét setja á mig gelneglur. Er alveg svakalega flott eins og þið rétt getið ímyndað ykkur :)
Núna er bara spurningin hvernig gengur að vera með þessar neglur. haha er búin að sjá að það er gott að bora í nefið og eyrun með þessu. Haha en kannski er pínu hættulegt að taka stýrur úr augum :) Er líka búin að sjá að það er erfiðara að setja á sig hálsfesti og ekki veit ég hvernig ég ætla að smella níðþröngu nýjnu Levis gallabuxunum mínum haha, og annað það er sko ekki mér að kenna að það komi hér innsláttarvillur þvi að ég hitti ekki alltaf á rétta takka. EN kom on hvað gerir maður ekki fyrir pæjuútlitið. Hér kostuðu herlegheitin undir tvö þúsund krónum og finnst mér það nú alveg ótrúlegt :) EN svo er málið að ef ég ætla að vera svona mikil pæja áfram þá kostar það mun meira heima...
Nú ég er byrjuð að pakka niður dótinu mínu. Já verið að undirbúa heimför. Stepurnar koma til mín á miðvikudagskvöld og hlakka égh mikið til. Held hreinlega að það verði enginn tími til að pakka þegar þær koma því að dagskráin verður stíf hjá okkur. Við erum endalaust að skipuleggja og þetta verður bara geggjað :)
Er búin að panta á farfuglaheimili rétt hjá Yosemite og ferð til Alcatraz, við förum til Santa Cruise og svo ætlum við kannski að reyna að fara og skoða sólblómaakur og þá er ég að fara að panta hótelherbergi í Boston.
Veðrið er búið að vera yndislegt og verður það vonandi áfram. Vonandi kemur ekki regntímabilið með Ásu og Erlu Hrönn hahaa
Það var svo fyndið þegar ég var að tala við Ásu um dagin þá sagði hún: já eigum við ekki bara að sjá til með ströndina, kannski verður rigning. Ég sagði bara: Ha rigning eins og það væri ekki í myndnni hér á þessu svæði, að visu mundi ég ekki hvenær það rigndi hér síðast það er svo langt síðan það var :) það skondna við þetta allt saman er að það rigndi hér (pínulítið) kvöldið eftir að við Ása vorum að tala um þetta og það var góð áminning um að hér getur líka rignt stundum.
Æ voðalega var þetta eitthvað fúlt blogg ! Æ afsakið það :)
Harpa langnögl
14 júlí 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
9 ummæli:
Þetta er sko ekkert fúlt blogg, heldur bara fínt blogg. Passaðu bara að skemma ekki neglurnar í þessu pökkunarstandi. Verður maður að gera allt sjálfur þarna í þessu landi? Er virkilega ekki hægt að kaupa svona pökkunarþjónustu fyrir fólk með langar neglur? Annars ætlaði ég nú aðallega að þakka þér alveg rosalega mikið fyrir alla hvatninguna! Án hennar hefði Laugavegurinn verið enn lengri enn hann var! Takk, takk, takk, takk,,,,,
Fáum við ekki að sjá myndir af þessum fínu nöglum ;-)
Kommon,ha!! Ef mar fær sér ekki neglur ha, svona þegar mar fær tær svona ódýrt, ha!! En að fara svo að pakka Harpa, er ekki allt í lagi með þig? Stelpurnar geta bara pakkað fyrir þig, eru þær ekki bara með allt nagað upp í kviku? Ég meinaða!!
Hvernig ferðu að á klóinu?
Stebbi minn þú ert einfaldlega ofurhetjan mín :)
Habba við sjáum nú til með það :)
Björk í enn einum nýja kjólnum! Já ég er sko ofurgella hehe Já ég fattaði ekki þetta með pökkunina :) haha
En sko klóið gengur bara vel enn sem komið er haha
sæl naglagellan þín, já passaðu á þér neglurnar - og mundu bara það er ekki hægt að stanga úr tönnunum með neglur og það er ógeðslega erfitt að taka smá hluti upp af gólfinu, alveg satt!!!
Öfunda ykkur stelpurnar á þessu skemmtilega ferðalegi sem þið eigið í vændum, en ég ætla bara að vera túristi á ak. með ykkur þegar þið komið þangað:)
kossar og knús í rigningarlausalandið
hbj
Ég klukka þig...
8 verstu syndir takk?
hey ég læt sko ekki klukka mig, hvað þá af einhverjum nafnleysingja haha
Nohh, bara komin með stórar klær... eins og BJJ mín myndi segja.
Ég skal hjálpa þér að naga þær af þegar þú kemur heim til Íslands. Enda kostar innfylling hér heilar 3-4000 krónur...Jæks!!!!!
Kannski við ættum að skella okkur í svona naglsparslskóla ha. Ég og þú! Skemmtilegt hobbí fyrir næsta vetur. Hneggj hneggj....
Knús frá Kiðlingi sem verður samlandi þinn eftir 2 daga.
8 synda klukkið var óvart nafnlaus. Fannst eins og tölvuskríflið ætti að þekkja mig... Kiðlinginn sjálfan.
Knús aftur!
Skrifa ummæli