
Ég er hrygg.
Ég kíkti á moggan núna áður en ég ætlaði að fara að sofa.
Sá þá tilkynningu um að ung kona sem hefði verið að berjast við krabbamein væri látin og svo var linkur á slóð hennar.
Ég hugsaði æ endalaust ungt fólk að deyja úr krabbameini. Hugsaði enfremur æ, aumingja fólkið hennar og eiginlega hugsaði ég líka voðalega er ég heppin að ég þekki hana ekki.
Hvenær ætla þeir að fara að finna algjöra lausn á þessu helv.. krabbameini.
Veit ekki af hverju... en ég fór aftur inn á fréttina og fór inn á síðuna hjá þessari konu.
Ég get ekki annað sagt en að mér hafi brugðið.
Hér sig ég hágrátandi eftir að hafa lesið hluta af blogginu hennar. Sjúkdómssögu, ferðasögu og um daglegt líf. Komst að því að þetta er móðir drengs sem ég var með á Leikskólanum Geislabaugi, í Grafarholti.
Æ þetta er svo hræðilegt að ég get bara ekki ímyndað mér það. Að missa móður sína þegar maður er svona lítill. Sjálfsagt orðin 7-8 ára og á ekki mömmu.
Ég hef oft hugsað út í það að elskulegar vinkonur mínar tvær eiga ekki móður og mér finnst alveg óskaplega erfitt að hugsa til þess. Ég á svo gott samband við móður mína og reyndar föður líka. Að ég get bara ekki hugsað þá hugsun að ég geti bara misst þau. Ég vil bara að þau séu alltaf til en til þess er ekki ætlast. Það er ætlast til að foreldrarnir fari á undan börnunum.
En ég vil bara ekki sjá það svona snemma á lífsleiðinni.
Ég veit að þessi strákur á góða að og á eftir að plumma sig í lífinu bara af því að hann er eins og hann er, en þetta er samt svo hræðilega ósangjarnt.
MIg langar að biðja ykkur að taka Þórð Helga litla með í bænir ykkar og biðja Guð að gefa honum styrk.
Harpa
4 ummæli:
Já það er sorglegt að svona ungur strákur skuli vera búin að missa móður sína en það er gott að vita að hann eigi góða að þó engin komi í móðurstað. Megi Guð styrkja þau í sorginni.
Maður getur ekki sagt neitt sem breytir þessu á nokkurn hátt. Og það sem meira er og ég vil minna á einu sinni enn: Það hefur enginn neitt við vorkunnsemi að gera hún hvorki bætir líðan eða breytir nokkru um það sem hefur skeð. Það er frekar að hún geri lítið úr þeim sem þurfa og ætla að takast á við það sem framundan er.
Og tilfinningar okkar á svona stundum eru, því miður fyrir ykkur sem lesa þetta, ansi eigingjarnar. Við erum aðallega fegin að enginn okkur skyldur er í þessari stöðu. Og það er auðvitað eðlilegasti hlutur í heimi að hugsa þannig. Og það er sannarlega gott að eitthvað skuli minna mann á hve ótrúlega gott við eigum, og hve góða við eigum að. Þó að eitthvað ruggi bátnum okkar er það bara til að gera okkur betri til að takast á við það sem lífið býður okkur af verkefnum. Það er hluti af plotti almættisins- því við vitum svo lítið um það hversu öflug við erum fyrr en reynir á. Þetta fyrirbæri uppi í toppstykkinu er nefnilega mesta orkuver sem til er- algjör stóriðja, en við erum alltaf svo hrædd við að TRÚA á mátt okkar og megin.
Og við eigum alltaf að trúa því að fólk í svona stöðu geti tekist á við aðstæður sínar- en það þarf sinn tíma til þess. Besta sem við gerum er að senda til þeirra okkar mesta og besta ljós, það virkar trúið mér því ég hef tíu ára reynslu.
ég veit það Björk :) en þetta er bara eitthvað svo ósanngjarnt finnst mér.
Hvað í heiminum er sanngjarnt?
Skrifa ummæli