04 júlí 2007

Þjoðhatiðardagur i dag


Myndin er af ferskjunum yndislegu í garðinum mínum :)

Þjóðhátiðardagur Bandaríkjamanna í dag. Í gær voru flugeldar úti þegar ég var að fara að sofa. Fékk skemmtilegt símtal frá strák sem ég þekki ekki neitt og býr í Seattle. Töluðum saman í rúman klukkutíma um allt og ekki neitt. Það að fara heim, vera í usa, ljósmyndun, gítarspil og margt fleira :)
Í dag erum við að fara til Russian River og halda uppá þjóðhátíðardaginn og afmæli Rons :)
Það verður ábyggilega gaman og ég ætla að reyna að blogga um það í kvöld eða morgun. Á morgun og föstudag verð ég með Sólu og ég ætla að reyna að gera eitthvað skemmtilegt með henni. Veit bara ekki hvað!!!

Þarf að skrifa smá istil um að fyrirgefa. Ég er búin að vera lesa bók um fyrirgefninguna og er mikið búin að vera að spá í henni. Þetta er skrítið fyrirbæri og vert að hugsa um.

Í kvöld ætla ég líka að kíkja á videovél fyrir m og p og linsu handa mér :) ég á svo ótrúlega frábæra og gjafmilda foreldra. Þau ætla að gefa mér linsu í afmælisgjöf :) á bara eftir að panta hana :) og fá hana senda hingað til mín :) rosalega ánægð með það ta ta ta.

Jæja verð að bera á mig sólarvörn
bæjó

Harpa með som som brero

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Knús og góða skemmtun í dag ;)

Nafnlaus sagði...

Ég get sagt þér að í mínum geira er sagt að fyrirgefningin sé mesti heilari í heimi. Ég held líka að oftast sé það svo að sá sem helst þarf að fyrirgefa, er maður sjálfur, því við erum svo grimm við okkur og kröfuhörð!
Stebbi er að hlaupa létta hlaupaæfingu út að Rauðanesi- hann hljóp upp Hafnarfjallið í gær og niður aftur! Er núna bara að taka léttar 7-9 km æfingar, fram að Laugavegshlaupinu.
Lói og co, koma í kvöld með einhverja dani(sem ég ætla sko ekkert að kynnast- ég þekki nóg af fólki sem ég sinni ekki neitt).
Keli í rosalega góðum gír- er að hlaupa mikið og búinn að stofna nýjan sönghóp með 2stelpum og 3strákum, en ætlar að halda áfram að vera með kvartettinn líka. Hann komst ekki inn í FÍH(sótti um jazzsöng). Gitta bara á fullu eins og venjan er, svona svolítið utan þjónustusvæðis, þú skilur.
Jóhanna og Bergþóra þræla alla daga baki brotnu. Bónusfeðgar eru alveg að ganga frá Bergþóru held ég! Sól og 20stiga hiti....alveg að drepast úr hita inni og úti!! Njóttu daganna elsku frænka sjáumst von bráðar.
p.s. hitti ömmu þína um daginn og gerði henni gott eins og ég gat. Hún var þreytt þegar ég kom og sofnaði stax þegar ég var búin. Hún lítur vel út og er kjarkmikil.

Nafnlaus sagði...

híhíhí.... harpa loves gummi....
Knús frá Íslandi! Sigrún

Nafnlaus sagði...

Já, ég gleymdi að ég ætlaði að segja um myndina að hún er fullkomin! Fallegir litir saman og flottasta er þessi blái litur sem kemur í skuggann og tjúnar þannig upp bleika litinn á plómunum (eru þetta annars ekki plómur?). Geggjuð mynd!!