
Með því að fyrirgefa öðrum
erum við oft að taka fyrsta skrefið
í að fyrirgefa okkur sjálfum
Já mig langar aðeins að spá meira í þetta fyrirbæri, fyrirgefninguna.
Hvernig förum við að því að fyrirgefa?
Hvað þýðir það að fyrirgefa?
Tökum sem dæmi (og athugið þetta er BARA dæmi)
Ég á vinkonu sem er mér mjög kær, ég treysti henni fyrir öllu sem góðri vinkonu ber. Svo kemst ég að því að þessi vinona er að svíkja mig, hún blaðrar öllu sem ég segi henni, talar illa um mig og er með falsheit við mig. Ég kemst aðeins að smá parti af þessu öllu og hugsa, æ öllum getur orðið á og held áfram vinskapnum.
Segjum sem svo að hún brjóti alvarleg gegn vinskapnum, ö dettur ekkert í hug en já er bara virkilega vond við mig. Hvað geri ég þá ? Ég hef ekki áhuga á að vera með þessari manneskju hvað þá að geta kallað hana vinkonu mína.
Slít öllu sambandi og hugsa djöfulsins tu... hún er ekki þess virði, hún er bara fáv... og svo framvegis.
Nú svo fer ég að hugsa minn gang og segi við sjálfa mig, heyrðu Harpa þú ferð nú ekki að druslast með þetta alla ævi. Fyrirgefðu henni og komdu henni út úr hausnum og hjartanu á þér.
Flott, komin ákvörðun, hún fer í fyrirgefningarbókina, ég reryni af öllu hjarta að fyrirgefa mistökin sem hún gerði.
En hvað svo ...
ég fyrirgef henni
og hvað þá
er ég búin að fyrirgefa henni ef ég vil ekkert með hana hafa eftir þetta?
eða verð ég að vera tilbúin til að segja hæ já hef það fínt hvað er að frétta hjá þér?
og er ég í raun búin að fyrirgefa henni ef mig langar bara að labba framhjá henni þegar ég sé hana og láta eins og ég hafi aldrei þekkt hana?
Hvað ef mér finnst ég í hjarta mínu hafa fyrirgefið einhverjum eitthvað, hafi meðaumkun með manneskjunni en hafi enga löngun til að hafa nokkur samskipti við hana???
Er ég þá búin að fyrirgefa, æ ég er ekki að skilja ...
Þarf ég, ef ég fyrirgef einhverjum eitthvað að kissa hann og kjassa til að sýna fram á það að fyrirgefningin sé fullkomin?
Af hverju ætti ég að vilja hafa í lífi mínu manneskju sem braut öll lögmál um traust og virðingu?
Æ hvað segið þið?
Veit að þú Björk mín átt eftir að koma með langann pistil um þetta :) og ég hlakka líka til að koma á Þórðargötuna, fá te, draga spil og tala og tala og tala :)
Vonandi hefur þetta vakið upp einhverjar spurningar, hugmyndir eða jafnvel svör í huga ykkar
knús elskurnar
Harpa
(hey ég held að neglurnar sjáist á myndinni)
3 ummæli:
Ég fyrirgef líka alltaf öllum.
Manni líður svo MIKIÐ betur á eftir.
Maður lærir samt að forðast þá sem þarfnast fyrirgefningar. Maður nennir nú ekkert að standa í fyrirgefningum oftar en maður þarf... he he he.
rugnilðiK
Ég held að maður þurfi ekki neitt endilega að fyrirgefa fólki nema að það bögglist eitthvað fyrir manni að gera það ekki. Má maður ekki bara vera fúll út í einhvern? Það getur verið ákvörðun útaffyrir sig að vera bara fúll út í viðkomandi. Kannski bara allt í lagi af því maður þarf ekki að umgangast viðkomandi neitt frekar en maður vill. En ef um einhvern nákominn er að ræða getur þetta verið all snúið. Maður verður eiginlega að láta viðkomandi vita að manni hafi mislíkað við hann- en svo fer það eftir um hvað málið snýst hvort manni finnist þurfa að fyrirgefa viðkomandi, eða gera málið upp á annan hátt, hann biðjist fyrirgefningar t.d. Verður hjarta manns ekki bara að ráða fram úr því? Það skiptir svo miklu máli um hvað málið snýst. Ef einhver hefur verið að ljúga upp á mann t.d. þá er svo ansi lítið hægt að gera til að rétta við skemmdina sem hefur orðið. Mér hefur alltaf gagnast best að hugsa sem svo að sá sem þetta gerir endar hvort sem er vinalaus eðli hátternisins samkvæmt. En sú hugsun er blandin hefnd-honum hefnist fyrir þetta að lokum og það er fínt.
En það er vert að hugsa um það hvort maður eigi endilega að fyrirgefa öllum. Flest er gert af skilningsleysi, hugsunarleysi, eigingirni, frekju og svo frv. Mér finnst ekkert eiga að fyrirgefa svoleiðis framkomu. Frekar ætti maður að fara fram á það að viðkomandi kæmi ekki svona fram aftur. Þá þarf að láta viðkomandi vita af óásættanlegri framkomu sinni sem hann oft á tíðum hefur ekki hugmynd um, því hann er vanur að haga sér svona. Og það er ótrúlegt hvað fólk kemst upp með af frekju og ókurteisi nú til dags!! Af því enginn nennir að ala það upp- tala við það um málið. Erum við hætt að skilja hugtakið vinur?
En, af hverju sitja misgjörðir annara svona fast í okkur að við erum að bögglast með það í mörg ár innan í okkur? Við minnkum ekkert sjálf við það að verða fórnarlömb lyga annara eða frekju. Við breytumst ekkert sjálf þó að álit annara á okkur breytist. Það er sárt, en á ekki að breyta okkur neitt nema við séum þeirrar skoðunar að við eigum ekkert betra skilið og ég held að reiðin sé þess vegna. Maður er reiður af því að manni finnst hafa verið gert lítið úr manni -Minnkaður!
Mér finnst best að reyna að skilja viðkomandi til að skoða ástæðu fyrir "brotinu" - það hefur mér gagnast best í átt að fyrirgefningunni.
ER ÞETTA EKKI LENGSTA COMMENT;EVER?
ég er búin að eiga þessa bók núna í 5 mánuði án þess að lesa hana, held ég verði að taka mig saman í andlitinu og hreinsa aðeins til :) ég fór nefnilega á snilldarnámskeið í mars hjá Guðjóni Bergmann sem heitir "þú ert það sem þú hugsar" og keypti þessa bók þá. Síðan þá hef ég hægt og rólega verið að setja sjálfa mig ofar í forgangsröðunina..
knús Guðbjörg G
Skrifa ummæli