
Í starfi mínu sem leikskólakennari hef ég mikið notað setningu á borð við: segðu nú fyrirgefðu við hann/hana...
Með hangandi haus segir einhver fyrirgeðu og hinn segir allt í lagi og allir fara að leika.
En hvað þýðir eiginlega þetta FYRIRGEFÐU?
Og hver er meiningin á bak við það að segja fjögurra ára gömlu barni sem er alveg brjálað út í annað barn að segja Fyrirgefðu? Hvernig getur hitt barnið sem var (kannski) lamið með skóflu bara sagt já og haldið áfram að leika? Stundum reyndar vilja þau ekkert segja fyrirgefðu og þá eru þau eiginlega pínd til þess, eða þau látin sitja einhversstaðar þar til þau eru tilbúin til að biðjast fyrirgefningar á einhverju sem þau gerðu.
Hvernig er þetta með okkur fullorðna fólkið?
Getum við bara sagt fyrirgefðu strax og við gerum einhverjum rangt? Eða sagt jáið þegar við erum beðin fyrirgefningar.
Meinum við það þegar við segjum fyrirgefðu?
Getum við fyrirgefið okkur sjálfum þegar við vitum að við höfum gert mistök.
Ég er eitthvað búin að vera að velta þessu fyrir mér og er eiginlega á þeirri skoðun að ég á erfiðast með að fyrirgefa sjálfri mér. Ef ég geri einhvern asnaskap með gjörðum eða orðum.
Ég hef líka verið að hugsa þó að ég segist fyrirgefa einhverjum eitthvað, hvað þýðir það. Ég hef sagt já þegar einhver hefur sært mig og beðist fyrirgefningar á eftir. En ég er enþá að hugsa um viðkomandi atburð, orð... er ég þá í raun búin að fyrirgefa???
NEI
Ég held ekki. Maður er að dröslast með alskonar í farteskinu sem enginn annar man kannski eftir.
Um daginn var ég að tala við strák og hann sagði við mig. Ja ég þorði nú ekkert að reyna við þig eftir ferðina þarna frá Sauðárkróki. HA! sagði ég hvað meinarðu hvaða ferð??? Nú þegar ég var svo þunnur að við þurftum að stoppa á leiðinni og fá verkjatöflur og ég ældi og eitthvað!! Hey þá er hann búinn að vera með þetta í hausnum í MÖRG ÁR og ég mundi sko ekkert eftir því, hvað þá að ég liti hann hornauga...
Það segir manni eiginlega að maður fyrirgefur sjálfum sér síðast.
Í þessari ágætu bók sem ég er að lesa eru til dæmis leiðbeiningar um það að maður á að skrifa niður alla þá sem manni langar að fyrirgefa. Kannski ekki langar heldur þá sem maður þarf að fyrirgefa og manni er sagt að skrifa niður alla. Líka þá sem maður heldur að maður geti alls ekki fyrirgefið. Svo biður maður um hjálp til þess að fyrirgefa.
Vitiði ég verð bara að hafa framhald á þessu bloggi síðar.
Allt farið að hringsnúast í hausnum á mér ... en ég er á góðri leið held ég ...
skrifa meira á morgun vonandi
knús elskurnar mínar
Harpa
3 ummæli:
Ó, já. Sem kennari hafur mér aldrei hugnast þessi afsökunarpíningaraðferð uppalenda. Ég hef ekki komið auga á að það hafi skilað miklum skilningi á umgengnisvenjum barnanna þeirra í millum. Ef við förum þessa leið þurfum við að vera með á hreinu að hægt sé að biðjast afsökunar eða hvort er ekki betra uppeldislega séð að finna út hvernig viðkomandi getur bætt fyrir unninn skaða og hver hann þá er.
Eins og til dæmis þegar þú kemur of seint á fyrirlestur. Þá finnst fólki það allt í lagi ef það segir fyrirgefðu og kemur með afsökunina um leið. En ég get ekki séð að skaðinn verði bættur. Viðkomandi truflar með innkomu eftir að fyrirlesari byrjar og missir sjálfur af upphafinu. Óbætanlegt tjón. Ekki alvarlegt en óbætanlegt.
Siggi hefur kýlt Magga í magann og Maggi er í rusli og finnur mikið til. Mjög algeng viðbrögð hjá fullorðna vitra fólkinu er að tala alvarlega við Sigga og segja honum í hundraðasta skiptið að ofbeldi borgar sig aldrei. OG LÁTA Sigga biðja Magga afsökunar. En er hægt að bæta öðrum upp ef á hann hefur verið ráðist? Situr það ekki bara áfram í huga Magga að Siggi er fantur sem ekki á að koma nálægt framar? Ég held nefnilega að það sé áfram í kerfinu á Magga þrátt fyrir öll mörgu orðin sem eytt var. Og við eyðum heilmiklum tíma í þetta ferli allt saman svo okkur fullorðna fólkinu líði betur. Það að afgreiða málin er númer eitt svo maður geti glaður lagt höfuðið á koddann að kveldi. GLEYMT...En Maggi gleymir hann? Eða, ekki síður Siggi, ef hann er ekki samviskulaus? Kannski þurfum við að muna þetta allt saman, ha?
Grallarapúkinn minn, vá hvað þú hefur rétt fyrir þér. Maður á alltaf erfiðast með að fyrirgefa sjálfum sér og líður yfirleitt verst út af því hvað maður gerir sér sjálfur. Þess vegna á maður að vera duglegri að fyrirgefa sér og halda áfram - lifa lífinu og hafa gaman! Hafðu það best :)
Já ég er svo sammála að maður pínir hvorki börn né fullorðna til að segja fyrirgefðu.
Oft veistu ekkert hvað á undan hefur gengið,þá er ég sérstaklega að tala um börnin, kemur svo ask-vaðandi inn í aferlið þegar Siggi er búin að kíla Magga osfrv.... þú veist framhaldið Harpa við erum sammála þessu.
En guð hvað ég hlakka til að hitta þig. Lestu bloggið hans Ella þá getur þú séð hvað við vorum að gera s.l viku.
Snæfellsnes er yndislegur staður.
Skrifa ummæli