
Myndin er af Rock, myndarlegasta manninum sem ég hef séð hér í USA. Hann er alveg hreynt yndislegur og það var frábært að fá að kynnast honum. Við spjölluðum mikið saman í gær í afmæli Rons og meðal annars dáðumst við að hvoru öðru og það var mjög gaman haha
EN já þjóhátíðardagurinn var mjög skemmtilegur. Við byrjuðum á að fara niður að á og syntum þar og fórum í sólbað :) fyrst vorum við bara saman litla fjölskyldan og svo komu slatti af afmælisgestunum. Við syntum í ánni og sumur stukku af kletti sem er hinu megin við ánna. Ég var ekki ein af þeim, lét mér það barÞ nægja að synda og fannst það pínu háskalegt því áin er gruggug og bæði fiskar og selir sem synda þar um. Sá sem betur fer hvorugt í þetta sinn. uss held ég hefði fengið áfall ef svo hefði verið haha. En já Lexi, ég og Rock syntum yfir ánna og sátum á klettunum heillengi og spjölluðum og syntum svo yfir. Rock er gamall sundmaður og er flottur á sundi hehe. En bara svo að þið vitið það þá sagði hann að ég væri með bjútifúl æs (augu) og beinabyggingu. :) hvaða hól er nú betra en það. Hann sagði að ég væri falleg manneskja og að hann vissi að ég væri björt að innan. Já sem sagt voða voða góð. Er ekki gaman þegar fólk segir manni bara að það sjái að maður sé góð mannvera.
Það er það helsta sem ég vil vera. Að vera góð, gjafmild og skemmtileg kona. Já nú er ég komin í konugírinn nú er ég orðin kona og hana nú.
En já fjölskyld Rons og vinir komu í afmælið og þessi fjölskylda er ein af þeim þar sem allir kunna á hljóðfæri og kunna að syngja. Því var einstaklega skemmtilegt að vera þarna þar sem söngur glens og gaman var fram á kvöld.
Við fórum þegar tók að rökkva, sátum fyrst aðeins við arineldinn úti og getiði hvað, já fékk 5 druslu bit. Ég meina það ég er svo sæt að flugurnar vilja éta mig upp til agna. Verð að fara að kaupa mér áburð :(
Hey tók svo flottar myndir af blómum þarna uppfrá verð að sýna ykkur (endilega klikka á myndirnar til að sjá þær stærri) :


2 ummæli:
Glæsilegar blómamyndir. Sú neðri er bara fullkomin. Sú efri er líka fín en þegar ég fór að bera þær saman og hugsa þá sá ég að bakgrunnurinn á þeirri efri truflar örlítið fókus minn á blóminu. Sennilega af því að liturinn á blómunum í bakgrunninum er gulur að hann sker sig út úr.
Og já, ég er sammála Ron að þú ert frábær manneskja. UTAN OG INNAN!!
Nei, það var víst Rock sem ég er sammála, eða kannski báðum bara.
Skrifa ummæli