
Hæ hó verð nú bara að byrja á að segja að ég fékk senda ástarkveðju á Bylgjunni í gær. Ótrúlega gaman. Flott lag fylgdi og svona :) Var að tala við vin minn og sagði við hann hey það er opinn síminn á bylgjunni ef þú vilt senda mér kveðju. Haha og svo eftir pínu stund kom. Hún Harpa í San Francisco fær ástarkveðju .... VOÐA KRÚTTILEGT, SVONA Á SKO AÐ GERA ÞAÐ. :)knús og takk fyrir kveðjuna híhí
Fór á námskeið í gær. Námskeiðið er um flassmyndatökur. Ferlega erfitt eitthvað. Einhver reikningur og dæmi. EN það sem bjargar mér er að kennarinn er geðveikt myndarlegur. Vá maður, æ þið getið ímyndað ykkur svona grískt goð, með brún augu og krúnurakaður og og og og. Man nú lítið sem hann sagði en einhvernveginn man ég alveg útlitið hehe.
Fór í bíó í kvöld. Á myndina Amazing Grace. Hún er ótrúlega góð og nú verð ég bara að eignast lagið Amazing Grace í öllum útgáfum sem ég get...
Ég hélt að textinn/lagið væri eitthvað gamalt svertingja kirkjulag. En aldeilis ekki. Textan samdi maður sem var skipstjóri á þrælaskipi sem sigldi frá Afríku. Þegar hann var hættur sem skipstjóri og viðurkenndi gjörðir sínar fyrir sjálfum sér og Guði þá samdi hann textann.
Hugsið ykkur, hvað þetta aumingjas fólk hefur upplifað, æ ég var bara hálf skælandi yfir þessu öllu saman. Hversu grimm getum við verið? Það voru teknir 600 blökkumenn, konur börn og karlmenn. Sett í hlekki og stungið í klefa. Lítið var um mat og vatn. Þau höfðu ekki salerni, gátu sig ekki hreyft þannig að þau gerðu þarfir sínar og lágu svo í því. Eftir þriggja vikna siglingu (ef veður var gott) voru kannski um 200 manns lifandi, þið getið rétt ímyndað ykkur nályktina og lyktina af þvagi og saur. Hugsið ykkur.
Æ ég skil ekki hvað við getum verið dofin. Enn er svona mikið óréttlæti í heiminum og alveg sama hversu vel við verðum að okkur í hinum ýmsu málum og tækninýtingu við bötnum ekki rassgat. (afsakið orðbragðið).
Að gera góðverk, gerir manni svo gott, ég er enn að hugsa um manninn sem ég gaf peninginn um daginn. Hann var svo ótrúlega þakklátur fyrir þann litla pening sem ég gaf honum, í raun pening sem skipti mig varla máli, þó að ég sé ekki milli. Öll getum við gert öðrum gott þó að það sé ekki í peningagjöfum. Bara að vera maður sjálfur, koma fram við aðra eins og maður vill að aðrir komi fram við sig. Það er ótrúlegt hvað eitt bros getur gefið fólki sem á erfitt mikið, það þarf ekki einu sinni að eiga erfitt bara einlægt bros getur gefið manni vind í seglin. Klapp á bakið eftir erfiðann vinnudag frá vinnufélaga. Hrós frá maka eða vini.
Eitt í viðbót. (Æ kræst ég er alveg ferleg, sorrý er í einhverju kasti núna.) Langar að tala um fólkið sem er okkur næst.
Af hveju hrósum við ekki nánasta fólkinu okkar meira?
Af hverju tökum við þeim sem sjálfsögðum hlut?
Af hverju er svona erfitt fyrir marga að segja: mér þykir vænt um þig eða ég elska þig?
Af hverju erum við oft verst þeim sem við elskum mest?
Af hverju getum við sýnt okkar verstu hliðar þeim sem við elskum og erum með sparihliðina framan í þá sem við þekkjum litið eða ekkert? Af hverju er sparihliðin ekki sú hlið sem er okkur eiginleg og við sýnum alltaf?
Af hverju enda sumir í að vera í eilífu tuði í stað þess að bera virðingu fyrir hvort öðru og nýta tímann betur
Af hverju segir maður svona oft: æ á morgun, geri þetta (skemmtilega) þegar ég er búin að þessu og hinu og bla bla?
Ég held að við þurfum oft smá spark í rassinn.
Hugsa um að dagurinn í dag gæti verið sá besti sem við lifum ef við nýtum hann rétt. Við getum ekki breytt gærdeginum og morgundagurinn er óráðinn.
Af hverju að nota spari ilmvatn. Notum góðu lyktina okkar alla daga. Engin veit sína ævina...
Elskurnar mínar elskist og njótið lífsins
Sakna ykkar :)
Harpan ykkar
sem er í dag (föstudag) búin að vera akkúrat 6 mánuði í Oakland Californíu :)
Hér er textinn af Amazing Grace
Amazing grace! How sweet the sound
That saved a wretch like me!
I once was lost but now am found,
Was blind but now I see.
'Twas grace that taught my heart to fear,
And grace my fears relieved;
How precious did that grace appear
The hour I first believed!
Through many dangers, toils, and snares,
I have already come;
'Tis grace hath brought me safe thus far,
And grace will lead me home.
When we've been there ten thousand years,
Bright shining as the sun,
We've no less days to sing God's praise
Than when we'd first begun.
Hér er aðeins um höfund lagsins og söguna um lagið
http://www.joyfulministry.com/amazingt.htm