11 febrúar 2008

Ótrúlega gott ummmmm

Ég er svo heppin að Björk og Stebbi bjóða mér út að borða á ÓTRÚLEGA FLOTTA veitingastaði. Ég sem fer aldrei neitt svona fínt út að borða.
Vá mér var boðið á alveg frábæran veitingarstað á laugardaginn var.
Björk gisti hjá mér um helgina og Stebbi hennar var með ráðstefnu í Hveragerði. Hann kom svo hingað á laugardaginn og við fórum öll út að borða í Sjávarkellaranum. Ummmmmmm rosalega flottur staður. Skemmtilega innréttaður og kósý. Maturinn borinn fram á órtrúlega flottum diskum og dúlleríi (pínu japanskt yfirbragð held ég) og BRAGÐIÐ MAÐUR VÁ !!! Þetta eru greinilega snillingar þarna í eldhúsinu hjá þeim. Við fengum okkur Hörpudisk í forrétt og ég fékk mér skötusel í aðalrétt. Maturinn er svo fallega skreittur hjá þeim að maður tímir varla að byrja að borða. En þegar maður byrjar þá er varla hægt að hætta.
Ég er alveg staðráðin að splæsa í þennan stað einhverntíma þegar eitthvað stórt tilefni er til :) því þetta er ekki með því ódýrasta sýndist mér. Já hey ætla ekki að kaupa staðinn bara fara þangað út að borða :)


Elsku Björk og Stebbi takk fyrir mig og bumbus :) maturinn og samveran fór virkilega vel í okkur :)

Engin ummæli: