Þær (læknarnir voru báðir konur) voru ekki ánægðar með morguntöluna hjá mér, sú tala er tekin á fastandi og ég ræð engu um hana. Hinar tölurnar eru teknar klukkutíma eftir mat og ef ég stend mig í mataræðinu þá get ég sjálf gert svolítið til að stjórna þeim tölum. Ég til dæmis fann það út á tveimur dögum að ég má ekki borða neitt cherios, en get borðað hafragraut eða brauð í staðin. Ég er búin að standa mig vel í að halda tölunum á réttu róli en morguntalan er enn of há :(
Á þriðjudaginn fer ég aftur til sykursíkislæknisins og þá fæ ég að vita hvort ég þurfi insúlín eða ekki. 4 mars á ég að fara í fósturstærðarsónar til að ath hvort að sykurinn hafi haft áhrif á barnið þ.e. hvort það hafi stækkað of mikið. Vona bara að allt komi vel út úr því :)
Þó að ég sé náttúrulega drullufúl yfir að vera að stinga mig í putta daginn úr og inn þá er ég samt fegin að þetta komst upp fyrr en síðar. Þetta bara hefur þau áhrif að ég passa meira hvað ég er að borða og að ég borða reglulega. Já eiginlega meira en reglulega því ég borða á tveggja tíma fresti og þykir mér stundum nóg um þegar klukku bjálfinn hringir á mig hehe.
Ég er með símann stilltan fyrir hvenær ég á að taka prufu og svo aftur hvenær ég á að éta og mér finnst hann bara alltaf vera hringjandi.
Kalli vinur minn á skaganum hringdi í mig í gær og bauð mér í fertugsafmælið sitt á laugardaginn og ég ætla auðvitað að skella mér :) hlakka til að komast í pínu stuð þar.
Var á rosalega góðum starfsmannafundi áðan, eiginlega langt síðan mér finnst fundurinn hafa verið svona skemmtilegur og fróðlegur.
Það kom tónlistarkennari til okkar og tók okkur í tónlistartíma eins og hún hefur verið með krakkana okkar í og það var mjög gaman. Að vísu fer alltaf í taugarnar á mér þegar fólk tekur ekki þátt að fullu þegar eitthvað svona er. Já við vorum í einhverjum hringdansi og nokkrir starfsmenn gátu ekki verið með út af því að þeir gátu átt það á hættu að gera sig að fíflum eða eitthvað ... hvað veit ég
EN já ég er hress og kát og hlakka til að lifa lengur :)
Knús og bæ
Engin ummæli:
Skrifa ummæli