23 febrúar 2008

Bíó og rólegheit :)

Ása mín kom til mín á föstudaginn og það var gott að fá hana í bæinn. 
Við fórum og fengum okkur að borða á Amerikan Style, skelltum okkur svo í bíó seinna um kvöldið, sáum myndina 27 kjólar. Sem er alveg bráðfyndin stelpu róman mynd. Kannski fannst okkur myndin svona fyndin af því að aftast í salnum sat eldri kona sem lýsti myndinni í örfáum orðum hér og þar og allur salurinn hristist af hlátri :) Frekar fyndið atriði.

Ég er enþá góð í sykrinum svona eftir matmálstíma en á morgnanna hef ég ekki batnað. Nú er ég búin að taka insúlín að kvöldi í nokkur kvöld. Þetta insúlín á að virka alla nóttina og fram eftir morgni. EN að sjálfsögðu er ég ekki eins og allir hinir og morguntalan ekki að breytast. Að vísu voru fyrstu tveir morgnarnir mun verri en fyrirrennarar þeirra. Þannig að ég hef aldrei verið eins há og þessa tvo morgna. Ég hringdi í lækninn og hann var alveg hissa, hafði nú ekki lent í þessu áður og núna er ég sem sagt að mæla mig líka á nóttunni til þess að sjá hvort að ég fari í sykurfall yfir nóttina. En já vonandi lagast þetta, á að tala aftur við doksa á mánudaginn.

Annars líður mér bara mjög vel. Er við hestaheilsu en bara aaaaðeins of sykruð.

Hlakka til að fara í sónar 4 mars til að sjá hvort það sé ekki allt í lagi með bumbus og svona :) 

Jæja við Ása erum að horfa á mynd í tv bið að heilsa í bili.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir góða helgi og frábæra bíó ferð
Kveðja úr friðinum fagra

Nafnlaus sagði...

Það þykir nú frekar fínt nú til dags að vera há, að ég tali nú ekki um að vera sæt. En þú Harpa mín ert bara bæði! Og bumbus er nú frekar heppin/n að fæðast hjá þér!! Ég verð nú að segja það..

Nafnlaus sagði...

Úúú.. en spennó. Við amma Inga fylgjumst spenntar með. Var að sjá myndina af ykkur Flo og þið eruð ógisslega sætastar.Verð að sýna henni þessa mynd. Öll stór-familían er svo spennt. Geggjað að hún sé að stækka.Á ekki að henda inn sónarmynd svo við fáum að sjá hvort ekki komi fleiri blondínur.Strákarnir eru að tröllríða öllu. Komið heilt fótboltalið.Knús og klem Halla.

Nafnlaus sagði...

hæ sæta mín
gott að heyra að þú sért hress og kát og að þér líði vel. vona að þetta sykurvesen fari nú að lagast,svo þú þurfir ekki að vera með þetta vesen á nóttunni:)
hver nenni því!!
kossar og knús úr snjónum á ak.
hannaberglind

Guðbjörg Harpa sagði...

:) takk fyrir kommentin Ása, Björk, Halla og Hanna :)