Klikkið á spurningarmerkið ef þið sjáið ekki myndina. Hún er af mér og Flore (æ veit ekki hvernig ég skrifa það) Börnin okkar verða sem sagt frændsystkin, af því að afar þeirra eru bræður.
Jæja nýjustu fréttir af mér eru þær að ég er komin rúmlega 27 vikur á leið og er orðin ansi bumbótt :) eða þannig :)
Mér fellur það bara vel og þyngdin er ekkert að drepa mig (að minnsta kosti ekki enn) ég er pínu mæðin þegar ég er að gera eitthvað og þær hlægja mikið af mér í vinnunni þegar ég er búin að dröslast uppá kaffistofu (á annari hæð) sest niður og dæsi eins og ég væri búin í maraþonhlaupi. Ha ha ég var nú ekki búin að taka eftir þessu sjálf hvað ég ANDAÐI mikið fyrr en Björk og samstarfsmenn mínir fóru að hlægja að mér :) svona tek ég nú ekki alltaf eftir því hvað ég er að gera fyrr en mér er bent á það.
Meðgangan hefur bara gengið vel hingað til og ég hef bara verið hraust. Ég hef fundið fyrir alveg ótrúlegri þreytu og er lítið að gera annað en vinna og sofa finnst mér. Það var nú orðið svo slæmt að ég hafði ekki samband við neinn nema múttu mína og vinkona mín ein var að hugsa um að hringja í hana og spyrja hvort að ég væri nokkuð að drepast úr þunglyndi. (það var að vísu áður en hún vissi að ég væri ólétt)
Á mánudaginn í síðustu viku fór ég svona fyrir kurteisissakir (af því að mér var boðið uppá það) í sykurþolspróf og á fimmtudaginn fór ég svo til ljósunnar og hún skoðaði hvað kom út úr prófinu. Við urðum báðar steinhissa á því að ég er víst komin með meðgöngusykursýki og er ég í skoðunum vegna þess. Kannski að þreytan sé út frá því, ég veit það ekki... en ég er ekki með nein önnur einkenni. Ég skil þetta bara ekki ég er aldrei með þessi týpísku einkenni þegar eitthvað er að mér.
Í morgun var ég svo send til heimilislæknis og hann skrifaði uppá vottorð að ég ætti að minka við mig vinnuna. Ég sagði nú að mér þætti það samt pínu aumingjaskapur því það væri ekkert að mér nema þreyta, ég væri í raun ekkert veik. En hann sagði bara suss ekki hugsa um það þú er komin 27 vikur og við minkum við þig.
Þóra Jóna leikskólastjórinn minn er voða góð við mig og vill allt fyrir mig gera og er mjög skilningsrík. Já ég er heppin hvað allir eru almennilegir við mig.
Ég verð kannski meira í verkefnum en inni á deild og mér lýst vel á það. Ég finn rosalega mikið fyrir hávaðanum núna sem er inni á deild. Það er enginn óeðlilegur hávaði, en þegar það eru 27 börn að leika sér í sama rýminu þá er það bara eðlilegt að einhver hljóð heyrist ekki satt! Það var orðið þannig að um hádegi var ég búin á því og bumban orðin grjóthörð og ég komin með hausverk. En já vonandi fer ég að verða hressari.
Á morgun, þriðjudag fer ég á landspítalann í skoðun, er að fara að hitta sykursýkislækni og fæðingarlækni vegna sykursýkinnar. Það er margt sem þarf að hafa í huga skillst mér þegar þetta kemur uppá . Ég er núna með mæli til þess að mæla blóðsykurinn og þarf að gera það klukkutíma eftir máltíðir. Ég vona bara að ég þurfi ekki að fara að sprauta mig með insúlíni, finnst nóg að gera hitt. En núna er ég búin að vera síðan á föstudag að mæla mig og passa mataræðið í samræmi við mælingarnar og það hefur gengið ágætlega. Vona bara að ég fái pínu jákvætt á morgun frá læknunum.
En eins og ég hef sagt þá er ég bara hress og bumbus virðist bara vera sprækur. Lætur mömmu sína vita af sér á hverjum degi og hreyfir sig mikið. :) (OG NEI ÉG VEIT EKKI KYNIÐ)
jæja ég læt nú kannski vita hvað læknarnir segja á morgun
annars var ég að spá hvort að ég ætti að fá mér nýja bloggsíðu sem ég gæti læst því það er víst ótúrlegasta fólk sem gúgglar mann og les bloggið ... og mér finnst ég bara vera að tala hér við vini mína og fjölskyldu... það kemur þetta engum öðrum við ... finnst mér
En vefurinn er víst opinn öllum þannig að ég get ekki kvartað
þar til næst
Bless og hafið það gott og takk fyrir kommentin
4 ummæli:
sæl sæta mín, gott að fá fréttir af þér og bumbusi, þó svo að mér bregði við að heyra af sykursíkinni - nema ef þessi greining verður til þess að maður fái símtal í allra nánustu framtíð - hehehe!!!
annars ferst mér að bauna á þig, ég var að fá kvörtun yfir því að það séu ekkert nema lög inn á mínu bloggi - engar fréttir! verð að fara að bæta úr því.
hafðu það gott gamla mín
kossar og knús
Gott að það er gott að frétta ég reyndi að hringja í gær... en heyri bara í þér í kvöld.
Knús og kossar
Gott að heyra að kríli sé sprækur, vonandi mun greiningin og úrræðin birtast í meiri getu hjá þér að hugsa vel um þig, mæli með fótabaði, freyðibaði, lestri góðra og endilega ekkert of flókinna bóka, grænu tei og nýjum blómum í vasa, farðu vel með þig og "ykkur"
Takk stelpur mínar :) ég fer vel með mig
Skrifa ummæli