23 janúar 2008

Íslendingar í handbolta !

Æ ég er búin að vera svo hrikalega svekt yfir þessu handboltamóti sem strákarnir okkar eru á í Noregi. Það er leikur í dag við Ungverja og ég veit að við vinnum þann leik. En ég vissi líka að við myndum vinna hina leikina, sem við töpuðum að vísu...
Strákarnir okkar eru annað hvort að spila illa allan leikinn eða að spila vel í c.a. 25 mín af 60 og það er ekki nóg. VIð verðum (eða sko þeir, ég bara sit og ét eitthvað gott á meðan þeir hlaupa þarna fyrir framan mig) að gera betur þeir verða að fara að vera svolítið grimmir strákarnir. En svo er það annað sem ég hef tekið eftir ... og held ég að það geti skipt höfuðmáli ... það er sko að strákarnir eru búnir að keppa í RAUÐU búningunum alla TAP leikina. Við erum búin að vinna einn leik og ÞÁ voru STRÁKARNIR OKKAR Í BLÁU BÚNINGUNUM. Miklu meira íslenskt að vera í bláu. Þeir halda örugglega að þeir séu Danir í rauðu búningunum og þeim er náttlega skítsama hvort að Danir vinni eða ekki. Finnst ykkur þetta ekki líkleg skýring eða ...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert algjör snillingur að taka eftir þessu. Bara snilld að tengja þetta saman. Ég er svo agalega ekki að fylgjast með, að stundum spyr ég Stebba: Voru þeir að skora? En það er auðvitað af því ég er svo niðursokkin í að prjóna á bumbubúann!!!

Guðbjörg Harpa sagði...

TAKK elsku frænka mín bumbus er rosalega ánægður með þig og það er ég líka :)
Hlakka til að sjá hvað þú ert að gera :)

Nafnlaus sagði...

ekki spurning að þessi kenning þín er hárrétt, hverjum er ekki sama um þessa dani??