Jæja eins og þið lásuð kannski í fyrri pósti þá fór ég í ljósmyndaferð þar sem við komum við í Bláa lóninu.
Eg er alveg hrikalega hissa á að það er leyfð drykkja í lóninu. ÞÁ MEINA ÉG EKKI VATNSDRYKKJA NEI Á ALKOHÓLI. Ég er eiginlega bara alveg hlessa á þess. Þarna sat/flaut um ásamt félögum mínum og þeir ásamt öðrum sátu að sumbli. Þegar þú ferð í lónið þá fær maður band um hendina og má kaupa visst magn af áfengi á hvert band. Nú ef svo heppilega vill til að það er einhver sem nýtir ekki bandið sitt þá fær maður það einfaldlega lánað og getur þess vegna drukkið sig haugafullan og haft gaman af ... alveg þar til maður druknar í lóninu ...
Nú æ þetta var ekki það sem ég ætlaði að segja en þetta er samt upphafið af sögunni ...
Það voru þarna einhverjir strákar og ein kona, orðnir frekar léttir með okkur þarna í lóninu og við vorum eiginlega samferða út úr húsinu líka.
Nú þau löbbuðu að litlum sendiferðabíl sem var akkúrat við hliðina á jeppanum okkar. Tveir fóru í skottið, einn í farþega sætið og einn í bílstjóra sætið.
HUMMMM hugsaði ég voru þau ekki öll að drekka ...
og ... ég hringdi í vin minn í löggunni í Keflavík og lét hann vita af þessu og bað hann að tjékka.
Nú þegar ég var búin að kjafta frá æ þá fannst mér það eitthvað svo tíkarlegt ... en svo kom þetta upp í hugann:
Ef að ég gerði ekki neitt og myndi svo frétta af slysi af völdum þessarar manneskju myndi ég aldrei fyrirgefa mér, fullt fólk á ekki að vera í umferðinni, fleira og fleira kom upp í hugann og núna er ég bara rosalega sátt við að hafa hringt því að vinur minn hringdi síðar um kvöldið og sagði mér að maðurinn hefði verið blindfullur og væri búinn að missa prófið og fengi góða sekt.
Takk fyrir takk góðverki dagsins var lokið :)
14 janúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Harpa mín þetta heitir ekki að kjafta frá! Það er lögbundin skylda okkar allra að láta vita af því ef eitthvað er ólöglegt sem við verðum vitni að. Ég tala nú ekki um jafn hættulegt athæfi og þetta er. Húrra, fyrir þér. Ég hef meira að segja þurft að sannfæra fullorðna manneskju, sem sá fíkniefnasölu í sjoppu einni, um að hún yrði að láta lögregluna vita! Svona erum við orðin skrýtin manneskjurnar-skiljum meira að segja slasað og illa reikandi fólk eftir á ráfi um vegina-af því það er svo erfitt að stoppa!! Eiginhagsmunaáherslan er að drepa í okkur allan ærleika og kærleika. Ég segi eins og unglinur myndi segja: Það skemmtilegasta sem við gerum er að hoppa uppí eigið rassgat og skoða það..og hana nú.
Sko, þetta var bara ég, Björk, með svolítinn dónaskap af því ég verð svo reið útí fólk stundum...Eftir að uppsetningunni var breytt kann ég ekki að haka við nafnið..hvort er ég nickname eða anonymous og á ég eitthvað password?
Flott hjá þér stelpa - ég er ánægð með þig!!
Húrra fyrir þér. Ég hefði gert það sama. Myndin af þér er alveg meka. Þú ert flottust. Bæ úr sveitinni Halla.
Mér finnst þú taka þig svo út í bláa lóninu og ég er stolt af þér að hringja í lögguna, allt of oft sem svona athæfi endar með harmleikjum. Hafðu það gott bumbulús!
Skrifa ummæli