14 janúar 2008

Selurinn síkáti



Fékk þessa fínu mynd frá honum Ása mínum. VIð fórum nefnilega í ljósmyndaferð á laugardaginn ásamt tæplega 30 öðrum. Að vísu vorum við mest ein ég, Ási og kona sem heitir Íris. Við vorum sem sagt á jeppanum hans Ása og svo voru 15 aðrir bílar eða eitthvað svoleiðis. Við keyrðum um Reykjanesið og fórum í bláa lónið þar sem ég bað hann um að taka af mér eina bumbumynd. Hann gerði það auðvitað og svo þegar ég sá myndina gat ég nú ekki annað sagt en : DÍSES ÉG ER EINS OG STRANDAÐUR SELUR ... híhí já svona er lífið þessa dagana.
En þó að bumban sé stækkandi og ég sé að þyngjast þá hef ég sjaldan fengið jafn mikið hrós fyrir að líta vel út :) þetta er pínu fyndið því það er nú svo oft sagt við mig alveg í rosalega miklum trúnaði. HARPA MÍN ÞÚ VÆRIR SVO SÆT EF ÞÚ VÆRIR BARA AAAAAÐEINS GRENNRI ...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæt bumbumynd humm kannski þetta sé selurinn Snorri hehe
nei lítil prinsessa
Hlakka til að sjá fleiri bumbumyndir ;)

Ágústa sagði...

hahaha mér finnst þú nú bara ótrúlega mikið krúttuleg með bumbuna þína :) Kannski það leynist lítil sunddrottning, nú eða kóngur þarna inni.

Nafnlaus sagði...

Þú ert alltaf sætust , hlakka til að sjá þig og bumbuna :)