Auðvitað grætur maður í skýrn ...
Var í svo frábærri veislu áðan. Var boðið í skýrnarveislu hjá Jóni Inga og Valborgu. Ég var nú aldeilis búin að finna út hvað litli frændi minn nýfæddi átti að heita enda búin að sitja heilt kvöld hjá Valborgu og fletta símaskránni. Samviskusamlega skrifaði ég niður öll nöfn sem komu til greina á litla frændann. Haha en mér var aldeilis komið á óvart :)
Séra Pálmi skýrði barnið og han er nú bara yndislegur. Við sungum skýrnarsálminn góða og allt gekk vel. Ég fann að ég var að verða pínu viðkvæm og hugsaði bara æ Guð minn kæri ekki láta mig fara að grenja núna. EN allt kom fyrir ekki. Þegar prestur bað um nafnið og nafnið var sagt, hann á að heita Sigvaldi Ingimundur þá leit ég á afann sem sat alveg stjarfur yfir því að fá nafna. Þá ... bara gat ég ekki meir og skældi það sem eftir var athafnarinnar :) já mér líkt. Pabbi var voða glaður að fá nafna og varð voða viðkvæmur sýndist mér. Já það er gott að vera viðkvæmur stundum :)
EN já stráksi var ánægður með nafnið og sofnaði vært eftir nafngiftina :) síðan var tekin mynda af Sigvalda afa, Sigvalda Ingimundi og Ingimundi afaafa (afabróður)
Já Jón Ingi minn og Valborg ástarþakkir fyrir daginn hann var yndislegur
10 janúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Já Ása bloggar er ekki efst núna en velkomin heim ;)
jamm mapur má alveg vera viðkvæmur og hvað þá á svona fallegri stund eins og þegar er verið að gefa börnum nafn. En hafðu það gott og gaman að lesa bloggið frá þér ;)
þetta bara ég í firðinum fagra
NÚ?????? Hverju megum við eiga von á á árinu 2008??? smá íslandsbloggi og???
hæ sæta mín, það er einmitt svo frábært að "mega" vera viðkvæmur í skírnum, brúðkaupum, tónleikum ...
Skrifa ummæli