10 júní 2007

Nautaat a laugardegi :)







Fór á nautaat í gær. Geegjað gaman en samt pínu blendnar tilfinningar á köflum. Hér er bannað að særa dýrin hvað þá að drepa þau. Þannig að nautin vorum með svona litlar ábreiður á knakkastykkinu eða akkúrat þar sem gæjarnir setja prikin á þau. Nú svo eru ekki notuð spjót heldur einvhvað annað í stað oddsins. En já þetta var skemmtileg upplifun og ég skemmti mér konunglega. Það eru ótrúlegar sermoníur í kringum þetta allt saman. Nú fyrst kemur hetjan (nautaatarinn, ef maður getur kallað hann það) og hneigir sig og beygir, eða hestamaðurinn og ríður hestinum aðeins svo að hann venjist svæðinu eða eitthvað. Svo er nautinu hleypt í hringinn og það erum nokkrir með svona rauðar skikkjur hér og þar í hringnum sem þeir sveifla til að láta nautið elta þá. Þetta er náttúrulega til að þreyta nautið pínu. Svo er alvöru nautaatarinn látinn sjá um að hlaupa í kringum nautið eða ríða í kringum það og gera það alveg brjálað. Þeir eru ótrúlega flottir í limaburði. Svo tignarlegir og sexy. Enda eru þessir menn mun frægari í löndum sínum, eins og spáni og portúgal heldur en kvikmyndastjörnur :) Vá hvað þeir eru frábærir. Nú nautið er lagt að velli, þ.e. það er þreytt og stungið þessum skrautspjótum þar til það í rauninni gefst upp. Þá koma inn á völlinn u.m.þ.b. 8 strákar. Einn þeirra fer í áttina að nautinu með fáránlega húfu á hausnum og egnir nautið. Það kemur náttúrulega brjálað á móti, hetjan (eða brjálæðingurinn, hirðfíflið) stekkur á það þannig að hann lendnir á milli hornanna. svo hleypur nautið áfram og hinir taka á móti því og halda nautinu þar til það lippast niður. Þá tekur einn í halann, og heldur og nautið hleypur í kringum sjálft sig þar til þessi eini nær að snúa því niður. Þá gengur sá hinn sami í burtu og snýr baki í nautið.
Þetta var erfiðasti parturinn fyrir mig. Mér fannst frábært að sjá nautið þegar það var alveg brjálað og reyndi að gera allt til að ná sé niðri á knapanum eða nautaataranum. En þegar nautið var niðurlægt þá leit ég undan. Ég bara gat ekki horft uppá að þessi stóra og flotta skepna var snúin niður alveg búin á því. Ég veit ekki hvað það er en ég þoldi það bara ekki samkendin var svo mikil. Ég veit að ég gæti aldrei farið á venjulegt nautaat og mun aldrei gera það. Mér fannst líka ótrúlegt að sjá að, þegar einn hesturinn blóðgaðist aðeins þá reið knapinn honum af velli og kom á nýjum hesti inn aftur og kláraði dæmið.
En já set hér inn nokkrar myndir frá atinu. Skemmtileg upplifun á góðum laugardegi :)

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég gerði þetta líka í sveitinni þegar ég var lítill, en hætti því og fór að grenja þegar nautið loksins stangaði mig;-)

Nafnlaus sagði...

Assgottans brjálæðingar eru þetta :o)
EN annars bara rétta að kvitta fyrir mig...hér er sko komin sumarblíða og allir voða glaðir.
Hafðu það gott kella mín.
Knús ég

Nafnlaus sagði...

Harpa mín!Við er um að fara á Strandir, verðum í 2-3 daga í allt. Allt gott að frétta vorum að djöflast í garðinum til þess að komast í frí. Stína hringdi, Raggi hafði áhyggjur að gamla frænka ætti ekki nothæfan passa.
Heyrum í þér þegar við komum til baka.
Mammagagga.

Nafnlaus sagði...

Ég gæti bara alls ekki farið á svona skemmtanir, ekki til að tala um. Get reyndar ekki farið í tæki í svokölluðum skemmtigörðum eins og rússíbana- vegna þess að hausinn á mér virkar ekki í langan tíma á eftir! Svo er ég svo hrædd um að pissa í mig af hræðslu!!!
Ég á líka mjög erfitt með að fara í dýragarða því ég verð svo hrikalega reið út í mannfólkið fyrir að vera svona grimmt við skepnur. Einn af mínum verstu dögum í lífinu var í dýragarði í Budapest.Og ég finn líka of vel hvernig dýrunum líður. Mér finnst maðurinn frekar vitlaust dýr!!
Nautaat er algjörlega útilokað sem skemmtun af því ég hef ekki hugmynd um hefðirnar sem liggja að baki og sé atburðarásina sem leið að drápi. Hvað er það annað? Leikurinn er ekki einu sinni sanngjarn, ekki má nautið bara drepa nautabanann og fara ánægt heim með unnin sigur- ó, nei sannarlega ójafn leikur þetta.
Ég er nú loksins komin í hálft sumarfrí- ekki kennsla, bara heilun til níu á kvöldin. Reyndar er aðeins farið að hægja á tímapöntunum í heiluninni af því sólin er farin að heila liðið. Fallegt Ísland þessa dagana!! Sól og fuglasöngur-garðsláttuvélaöskur og blómailmur í bland við barnahjal í leik.
Við förum um helgina til Akureyrar til að vera við útskrift Gittu þann 17.júní-aðeins at í kringum það dæmi. Við fengum bústað í Ytri-Vík og þangað koma einhverjir ættingjar-frændsystkyni sem Gitta hefur boðið. Það er alltaf gaman að vera við útskrift í MA, það er svo hátíðlegt allt saman. Svo fær Jóhanna viðtal vegna umsóknar sinnar í MA næsta vetur. Það verður spennandi að vita hvort hún kemst ekki bara beint inn í menntaskólann!!!!

Nafnlaus sagði...

Hó hó nú fer að koma að því og bara spenna í gangi, skórnir voru gegg en hvað kostuðu þeir er að rara í 3 daga prinsessuferð (hestaferð) í dag 18 konur bara gaman kv Stína

Nafnlaus sagði...

Vá hvað þú hefur upplifað mikið og þetta er nú ekki smá spennandi þó ég trúi alveg að það hafi tekið á að horfa upp á svona.
hér er bara blíða þannig að maður er alltaf úti við.
heyri í þér fljótlega Knús

Nafnlaus sagði...

gleðilega þjóðhátíð vina mín:)