03 júní 2007

Hypjaðu þer heim!!!


Well góðar fréttir slæmar fréttir og bla bla...

Góðu fréttirnar eru þær að Mamma og Svavar Dór eru að koma í heimsókn til mín :) 18-28 júní. Rosa gaman að fá þau til mín :D
Er að fara að plana hvert ég á að fara með þau. Ætli það verði ekki bara tekinn túrista hringurinn hehe :)

Nú slæmu fréttirnar eru þær að ég var að fá bréf frá Útlendingaeftirlitinu. Í bréfinu er mér synjað um landvistarleyfi til 1.ágúst. Ég á að koma mér úr landi fyrir 29 júní. Sem sagt ég fæ 30 daga í viðbót ekki 60. Þetta eru náttúrulega bara aular! En vell við Lexi erum að fara á fund á þriðjudaginn í sambandi við þetta allt saman og ath hvort að við etum gert eitthvað. Ath hvort að ég geti komið aftur ef ég fer úr landi, hvað ég þarf að vera lengi úr landi og eitthvað svoleiðis. Já við eigum eftir að taka spurningarnar saman sem við þurfum að spyrja.

Já það hefði náttúrulega ekki verið mikið mál að koma heim mánuði fyrr ef að ég ætti ekki von á gestum, Ásu og Erlu Hrönn, sem ætluðu að verða samferða mér heim 1 ágúst. Kannski kem ég bara heim með mömmu og Svavari og fer svo út með Ásu og Erlu og heim aftur hehe. Já þetta fer einhvernveginn. Þíðir ekkert að vera að æsa sig yfir þessu.

VIð vorum að dúllast í dag. Fórum í blómagarð og smá lestarferð með gufuknúinni lest. Svo komu Ari, Skott og Sascha í myndatöku. VIð tókum myndir af þeim, sem var eins og mynd af Ari og foreldrum hennar þegar hún er á sama aldri og Sascha er núna. Var bara voða gaman :) Svo var keyptur vietnamskur matur og hann var alveg geggjaður.
Eftir matinn fór ég svo út í stúdio og var að leika mér að taka myndir af sólblómi. Það heppnaðist ágætlega held ég bara. Kemur í ljós þegar ég fer að vinna myndirnar og sýna ykkur :)

Ég sendi eina mynd í keppni á lmk.is og var myndin í 3 sæti af 70 myndum þannig að það er bara fínt.

Jæja best að vera ekkert að hafa þetta lengra því þá nennir Mæja ekki að lesa bloggið mitt, því hún þolir ekki langt blogg :) hehe


knús
Harpa
sem Bandaríkjamenn vilja ekki hafa hjá sér

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

jahérna þeir eru skrítnir þessir ameríkanar að vilja ekki hafa þig hjá sér!!!
En svona er þetta stundum, óvissuferð lífsins, en eins og þú segir þá þýðir ekkert annað en að gera það besta úr þessu:)
það er samt eins gott að ameríkanarnir gefi þér tíma til að pakka niður, þetta myndi ég nú kalla stuttan fyrirvara!
kossar og saknaðarknús

Nafnlaus sagði...

Hó hó já hvort hann er að koma, hann er orðin mjög spenntur, og ég la´inná northface, viktorian, og var að reyna að finna hestabúð veist þú eithvað umm það dúlla mín?? Annars er ég að standa´upp úr lungnabólgu gaman gaman kveðja Stína

Nafnlaus sagði...

já já maður endar bara æi bakpokaferðalagiúm USA og þetta verður bara algjör óvissuferð ;)
En við erum ekki að stressa okkur á því ég og Erla erum búnar að hlæja mikið af þessu...
Gangi þér vel á fundinum á morgun.
Knús og kossat

Guðbjörg Harpa sagði...

@hanna, já þetta eru náttlega bara vitleysingar!
@ammagella, maður á sem sagt von á bílförmum í sendingu hingað??? Hlakka hrikalega til að fá þau í heimsókn, takk fyrir hjálpina og vona að þú sért að hressast og hættu svo að láta mig skæla.
@Ása, já ég kem þá bara með ykkur nema að það verði búið að loka USA fyrir mér.

Nafnlaus sagði...

Hummmmm vantar NAFN Á HESTABÚÐ elskan

Guðbjörg Harpa sagði...

Stína ég var á netinu að reyna að leita af hestabúð og ég fann ekki neitt nema einhverja eina netverslun!!!
slóðin á hana er https://www.tackwholesale.com/
Hvað er það sem þig vantar í hestabúð???

Reyni að leita meira á morgun

Nafnlaus sagði...

Hæ sæta
Ég les nú samt mjög oft bloggið (þótt ég gleymi að kommenta)þótt það sé í lengri kantinum. En þú hefur afsökun af því þú ert svo langt í burtu :) Vonandi reddast þetta með leyfið og til hamingju með 3. sætið. Hlakka til að sjá þig - þín vegna samt vonandi ekki fyrr en í ágúst!

Nafnlaus sagði...

Bara að láta þig vita að ég sakna þin og ég hefði átt vera búiin að koma þá værir þú að koma heim til okkar eftir nokkra daga en við hittumst í júlí í USA og VÁ hvað mig hlakkar til ;)
Saknaðarkveðjur

Nafnlaus sagði...

http://www.youtube.com/watch?v=bjzTzWUMZ-g

Sendi þér þessa slóð af Ástu Lovísu hetjunni sem gafst aldrei upp og missti aldrei trúnna á lífið. Blessuð sé minning hennar