Talaði við pabba aftur í dag. Hann hefur slæmar fréttir að færa á hverjum degi. Í dag hafði hann þær fréttir að færa að Amma á Hóli hefði dottið og lærbrotnað og hefði verið flutt norður á Akureyri til aðhlynningar. Vona að elsku amma nái sér fljótt. Heyri meira um það á morgun.
Nú af okkur þremenningunum er það að frétta að við vorum nú öll að dotta yfir sjónvarpinu rétt í þessu :) vorum rétt að vakna upp og ég að hleypa hundinum út áður en ég fer alveg að sofa.
Nú við fórum til SF í dag og kíktum í búðir. Þetta eru nú með lélegri sjoppurum þessir gestir en þau lofa að bæta sig á næstu dögum hehe. Við mæðgur erum búnar að vera í nærfata deildinni á meðan Svabbi gaur skoðar Levis og solles. Búinn að fá glænýjan Ipod og er rosa glaður með hann.
Á morgun er förinni heitið í sólina og sumarið á Santa Cruise og hlökkum við til að fara í tívolí og á ströndina :)
Nóg í bili
Góða nótt
Hundakonan.
Atsjúúú
20 júní 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Hæ,
Ég tók mér það bersaleyfi að knúsa ömmu frá þér áður en hún flaug norður. Þykist vita að þú hugsir til hennar þó þú sért langt í burtu.
Knús Viktoría
Hæ
þið vitið að það reddast allt hérna heima en það er erfitt að vera svona langt í burtu meðan vesen er í fjölskyldunni
Njótið þess að vera saman og svo kem ég til að koma með þig heim;)
26 dagar hehe
knus og klem
Bjálfabarnið að norðan var með athyglisverða sögu um bak sitt sem minnti mig á sögu sem Inga á Hóli mín kæra vinkona sagði mér eitt sinn af sínu baki í gamla daga. Henni var ráðlagt af lækni að hafa hægt um sig og leyfa bakinu að jafna sig...en hyggjuvitið sagði henni annað. Hún sem sagt ákvað að reyna bara mátulega mikið á bakið til að það næði að lagast af sjálfu sér og mátulegri hreyfingu. Þetta er ég alltaf að segja við fólk sem kemur til mín..það skiptir svo rosalega miklu máli í öllu sem kemur upp á í lífinu að við sýnum mótstöðu,,svona mátulega mikla þannig að kerfin sem við erum búin til úr fái þau skilaboð að nú skuli haldið á brattan og lagað það sem aflaga hefur farið. Líkaminn er frábært fyrirbæri og getur lagað nánast hvað sem er....en skilaboðin sem hugurinn sendir þurfa líka að vera alveg á hreinu. Þess vegna hef ég engar áhyggjur af vinkonu minni frá Hóli, hún kann þetta fremur en allir þeir sem ég þekki. Stórkostleg manneskja sem ég mun elska að eilífu, amen.
Við hjónin erum að fara að Mývatni þar sem Stebbi minn og Ingimundur Grétarsson ætla í heilt maraþon á morgun....Alltaf sömu brjálæðingarnir...Þetta er bara æfing hjá mínum fyrir Laugaveginn sem er 55 km og farinn verður þann 14.júlí.
Bless í bili hnerrudúkka!!!
Skrifa ummæli