Hér eru tvær myndir frá því að ég fór að taka myndir af Indíánum mótmæla hjá verslunarkjarna hér í Berkley. Það er sem sagt búið að byggja upp verslunar hverfi á gömlum grafreit índíána, og að sjálfsögðu eru þeir ósáttir. Þeir stóðu með spjöld með ýmsum áletrunum á stærsta verslunardeginum hér, sem er dagurinn eftir Þakkargjörðardaginn. Þá eru verslanir með ýmiss tilboð og afslætti af vörum. Áletranirnar voru á þennan veginn: hvar er amma þín jörðuð? Við gröfum ekki upp lík ættingja þinna! Veistu að þú verslar á grafreit! og ýmislegt á þessa vegu. Ég kannast við Ruth í gegnum stelpurnar og hún bað mig um að koma og taka myndir fyrir sig. Þetta var skemmtilegt en ég var nú samt að vonast til að þau væru í meiri svona indíánafötum eins og í bíómyndunum þið vitið hehe. En þau eru nú bara eins og við hin í okkar dags daglegu druslum.
Knús
Hrafnaflóki
Engin ummæli:
Skrifa ummæli