03 desember 2006

Að gera goðverk

Muniði þegar ég sagði ykkur frá því að strákur borgaði fyrir bíómiðana okkar Lexiar?
Ég ætlaði sem sagt að láta þetta ganga, sem sagt að gera góðverk fyrir einhvern annan.
Er búin að láta dagana líða án þess að fá beint tækifæri til þess að borga fyrir mig.
Á föstudaginn vorum við Helga í hádegishléi og vorum að ganga niður verslunargötu á leið á matsölustað.Við náttúrulega gengum framhjá mörgum eins og gengur og gerist.
Ég gekk framhjá manni sem studdi sig við hjólið sitt. Þarna var hann vel dúðaður í meirihlutanum af fötunum sínum með allar veraldlegar eigur sínar á vagni festan við hjólið. Hann var bogin í baki, með gleraugu og ótrúlega fallegur. Það var einhver innri friður sem lýsti úr augum hans. Hann var svona eins og gamall gyðingur (eða eins og þeir eru sýndir í bíómyndunum, fannst mér einhvernvegin) Ég labbaði fram hjá honum stoppaði leit á hann og gekk svo áfram. Labbaði nokkur skref sagði svo við Helgu: Heldurðu að hann sé dópisti? Nei svaraði hún alveg pottþétt ekki. Ok sagði ég ég ætla að gefa honum pening. Hvað finnst þér??? Já frábært sagði Helga. Ég sneri við fór uppað gamla manninum og hann reyndi að reysa sig upp en bogið bakið leyfði það ekki þannig að ég beygði mig niður. (þannig að þið sjáið hvað hann var boginn fyrst að stubburinn ég þurfti að beygja mig niður til hans) Ég ávarpaði hann: Herra minn má ég gefa þér þennan pening? Hann svaraði: ef þú ert aflögufær. Hann reyndi að reysa sig betur upp án árangurs. Ég sagði að mig langaði að gefa honum þennan pening og hann svaraði með þakklætisorðum.
Mikið er gaman að gera góðverk. Ég vona að hann hafi getað nýtt peningana vel, minnsta kosti fengið sér heitt kaffi og með því.

Ég er búin að fá sorglegar fréttir frá Íslandi á undanförnum dögum og langar mig að senda kveðju heim. Á svona stundu langar mann að vera hjá fólkinu sínu sem á um sárt að binda en því er ekki alltaf viðkomið.
Elsku Valborg mín ég samhryggist þér vegna fráfalls föður þíns, ég vildi að ég gæti komið og gefið þér hlýtt faðmlag.
Ásgeir félagi minn lenti í alvarlegu slysi og er mikið slasaður. Geiri minn vertu duglegur að sofa svo að líkami þinn nái fljótum og góðum bata. Ella og Bjössi ég veit að þetta er ekki síst erfitt fyrir ykkur en fjölskyldu hans. Ég vona að Guð og Englarnir séu með ykkur öllum, huggi ykkur og styrki.

Saknaðarkveðja
Harpa

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir elsku Harpa mín, það er gott að eiga góða að. Ég er svo lánsöm að eiga þig að. Gott að heyra frá ykkur stelpunum, þarna um dagin. Sendu þeim og þér mínar bestu þakkar kveðjur og knús.

Þín Valborg Sigrún

Nafnlaus sagði...

Ég sendi krafta mína um háloftin til þeirra sem eiga um sárt að binda og alla engla á mínum snærum líka. Amma þín hringdi til mín rétt áðan því það virkaði svo vel heilunin sem ég gaf henni á hnéð um daginn. Hún vildi bara athuga hvort ég gæti átt eitthvað við hendurnar á sér- svona í fjarlægð, ég hélt nú það! Hún er alltaf að gera eitthvað í höndunum segir pabbi. Frábærasta konan!!!

Nafnlaus sagði...

það er erfitt að vera frá þegar maður vill vera hjá eim sem eiga erfitt en þetta fólk veit að þú hugsar til þeirra og sendir þeim orku og góða strauma:)
Ég er að reyn nenna að fara undirbúa systrasaumó erum að fara föndra saman ;/ Gaman saman fyrir jólin
Farðu vel með þig snúllan mín

brynjalilla sagði...

fallegt blogg

Nafnlaus sagði...

takk fyrir það elskulegust!
Dagarnir eru erviðir og lengi að líða núna síðustu viku/vikur, en við vonum thað besta. Maður verður bara að vera sterkur, þó svo að það sé stundum ervitt , en við höfum trú á að hann komist yfir þetta drengurinn og jafni sig, tekur bara soldinn tíma...

Stórt knús
kveðja
Ella og Bjössi